Tilfinningalegar bólur

Við höfum flest lent í einhverskonar áföllum í lífinu, stórum eða smáum. Hvort sem það voru sambandsslit, vinnumissir, vinamissir, mikið álag eða annað sem kemur okkur í uppnám. Margir kannast örugglega við að með auknu álagi fer húðin í rugl. Það er líka alveg týpískt að lenda í því að fá eina stóra jólabólu eða jafnvel eina vel myndarlega daginn fyrir brúðkaup eða annan atburð sem er búið er að plana í langan tíma og mögulega valda okkur smá streitu.

Af hverju fer húðin í uppnám?

Streita er ekki beint bóluvaldandi en ef vandamálið er til nú þegar til staðar þá er líklegt að álag ýti undir bólumyndun. Það eru nokkrir hlutir sem geta spilað inn í. Þegar við erum undir álagi þá hækkar stress hormóninn Kortisól sem getur triggerað olíuframleiðslu í húðinni svipað og hormónasveiflur gera. Kortisól hefur því miður líka neikvæð áhrif á ofnæmiskerfið okkar svo líkaminn er lengur að vinna úr sýkingum og bakteríum. Í sumum tilfellum þá hækkar adrenalínið okkar sem gerir það að verkum að líkaminn er alltaf að búast við árás og bólgumyndun eykst. Þar af leiðandi geta húðholurnar stíflast og bólur myndast.

Undir álagi eigum við líka oft erfiðara með svefn og að halda eðlilegri rútínu svo sem að þrífa húðina og skipta reglulega um koddaver.

Hvað er þá til ráða?

Í fyrsta lagi er ágætt að vita að þetta er vonandi bara tímabundið ástand. Það er í flestum tilfellum óþarfi að rjúka út í búð og versla alla húðrútínuna upp á nýtt einungis til þess að setja húðina í enn meira ójafnvægi. Gott er þó að hafa í huga að það hjálpar að hreinsa húðina kvölds og morgna og ef þú stundar líkamsrækt getur hjálpað að þrífa af farða fyrir æfingu (mælum með að hafa Face Halo í ræktartöskunni) og svo hreinsa húðina með andlitshreinsi eftir æfinguna. Bólubanar, annað hvort gel eða plástrar geta hjálpað en þá ertu aðeins að meðhöndla bóluna sjálfa en ekki raksa jafnvæginu á allri húðinni.

Svo mælum við með því að huga að því andlega, reyna að ná betri svefni því á nóttinni eru kortisól levelin okkar minnst og húðin vinnur að því að lækna sig. Hreyfing er alltaf góð og yoga og dagleg hugleiðsla geta hjálpað. Símtal eða kaffibolli með góðum vin eða virka líka eins og vítamínsprauta fyrir sálina.

Og svo er gott að muna að þetta er fullkomlega eðlilegt og þó svo húðin okkar fari í rugl í smá tíma, þá erum við alls ekkert verri fyrir vikið.

Bólubanar

Hér má sjá úrvalið okkar af bólubönum sem eru settir beint á bólurnar og eru frábærir í neyð. Þannig náum við að meðhöndla bólurnar beint í staðin fyrir að raska jafnvæginu á allri húðinni.

 

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *