Vörulýsing
Sannkallað augnakonfekt ! CC Eye er 3-Í-1 formúla sem er sérstaklega hönnuð fyrir augnsvæðið. CC kremið er byggt á kóreskri hátækni en það inniheldur breytanleg litarefni í hylkjum sem blandast vel inn í húðina og aðlagast þínum húðlit.
CC Eye inniheldur Tígrisgrasaseyði (e. Centella Asiatica) en það er þekkt fyrir róandi og sléttandi áhrif sín á húðina og verst því sýnilegum ummerkjum öldrunar.
CC Eye :
1. Mýkir húðina á augnsvæðinu og sléttir úr fínum línum og hrukkum.
2. Veitir þunna þekju og hylur samstundis þrota og dökka bauga.
3. Birtir upp augnsvæðið.
Eftir notkun verður húðin mýkri, sléttari og jafnari ásamt því að fá á sig náttúrulega og fallega áferð. Augun verða ferskari, unglegri og bjartari.
- CC EYE „Clair“ hentar ljósum húðtónum.
- CC EYE „Doré“ hentar millidökkum og dökkum húðtónum.
Prófað undir eftirliti húð- og augnlækna.
Virk innihaldsefni:
– Tígrisgrasaseyði (e. Centella asiatica) : Róar húðina og kemur í veg fyrir ótímabær öldrunarmerki, eykur stinnleika húðarinnar og teygjanleika.
– Tara ávaxtaseyði (Caesalpinia spinosa) og rauðþörunga seyði (kappaphycus alvarezii) : Sléttir húðina og dregur úr hrukkum. Veitir farða góða festu.
– Peptíð sem vinnur gegn þreytumerkjum (e. Anti-fatigue peptide) : Vinnur á þrota og dökkum hringjum í kringum augun. Bætir teygjanleika húðarinnar.
Hverjum hentar varan?
Hentar öllum húðtegundum.
Notkunarleiðbeiningar
Berið þunnt lag af kreminu á augnsvæðið og vinnið inn í húðina með léttum punkta hreyfingum. Vinnið frá augnkrók og út þar til litarefnin hafa blandast þínum húðlit. Hentar mjög vel sem farðagrunnur.

Lancaster - Sun Beauty Body Milk SPF30
Kaupauki Lancaster
Sisley Paris - Black Rose Eye Contour Fluid
Essie - Blanc
Sisley Paris maskara kaupauki
Bondi Sands - Gold'n Hour Vitamin C Serum 30ml
Bondi Sands Skincare kaupauki
Erborian - Centella Cleansing Balm
Clinique - Smart Clinical Repair Wrinkle Correcting Cream SPF30
Clarins - Radiance-Plus Golden Glow Booster for Face 









Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.