Vörulýsing
Dekraðu við þig allan sólarhringinn, allan ársins hring með Summer Dew sjálfsbrúnku dropunum frá Bodyologist. Þú færð ljómandi og heilbrigða húð án allra skaðlegra geisla.
Hægt er að blanda dropunum við líkamskrem, serum eða olíu fyrir fallegan og sólkysstan lit. Því fleiri dropum sem þú bætir við, því sterkari verður liturinn. Summer Dew er auðgað með öflugri hýalúrónsýru og glýseríni sem eru afar rakabindandi og heldur því rakanum vel inn í húðinni. Með dropunum upplifir þú aukinn raka og teygjanleika húðarinnar ásamt mikilli mýkt og fallegan sólkysstan ljóma.
Varan er 100% vegan og án ilmefna. Allar Bodyologist vörurnar eru með pH-gildi frá 4,85-5,5. Til að viðhalda heilbrigðri og eðlilegri virkni húðþröskuldar ætti pH að vera um 5, sem er örlítið súrt, þannig að húðvörur ættu að hafa svipað pH-gildi.
Notkunarleiðbeiningar
Blandaðu nokkrum dropum af Summer Dew saman við líkamskrem, serum, eða olíu í lófann og berðu á líkamann. Liturinn mun byrja að sjást innan 2-4 klukkustunda frá notkun. Liturinn byggist smám saman upp og því hægt að endurtaka ferlið næstu daga til að fá sterkari lit. Besta útkoman fæst með því að hreinsa og skrúbba húðina áður en varan er borin á.
Mundu að þvo hendurnar vandlega eftir notkun. Látið dropana þorna alveg áður en farið er í föt þar sem varan getur annars valdið blettum á fötum eða annarri vefnaðarvöru. Summer Dew inniheldur ekki SPF og verndar því ekki gegn geislum sólarinnar. Geymið á köldum stað.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.