Mest seldu vörurnar árið 2021 – vinsælustu nýjungar 2021 og vonarstjörnur 2022

Það er að mörgu að huga ef maður ætlar að gera sanngjarnan og sannan snyrtivöruvinsældalista. Það er jú ekkert mál að kíkja á sölutölur einstakra vara og sjá að mest selda vara ársins 2021 var Lash Volumizer frá Sensai. Aftur á móti ef við teljum saman Bronzing Gelið í öllum 3 litunum þá á það svo sannarlega vinninginn 😊. Það er jú ekki hægt telja vinsældir Bronzing Gelsins bara í einum lit, því þegar það er talað um gelið þá er ekki bara verið að tala um 1 lit.

En hvað þá með aðrar vörur? Ef við erum að tala um farða þá verðum við að taka samtölu allra litanna til þess að finna út hversu vinsæll farðinn var. Og ef við gerum það þurfum við þá ekki að gera það sama með alla varaliti af sömu tegund? Og ef við gerum það þurfum við þá ekki líka að taka saman öll naglalökk undir sömu línu líka þar sem eina sem aðskilur vörurnar er liturinn? Klárlega.

Svo þarf að sjálfsögðu líka að passa að taka saman vörur sem koma í mörgum stærðum, já eða komu í limited edition settum sem innihélt vöruna í fullri stærð.

Þið skiljið hvað við erum að fara 😊 – hér er ekkert gert í hálfkæringi heldur erum við búin að sitja yfir sölutölum og fara vel og vandlega yfir allt saman því þetta er listinn ykkar! Það eru jú þið sem hafið verslað vörurnar og komið þeim á þann stað sem þær eru 😊.

Það er einnig gaman að segja frá því að það er ástæða fyrir því að við biðum með að pósta listanum þar til á nýju ári því sumar vörurnar voru það nálægt hvor annarri að vinsældalistinn breyttist á síðustu dögum ársins 🙂 !

Hér á eftir eru 30 vinsælustu vörurnar hjá okkur í Beautybox.is bæði á vefnum og í verslun árið 2021 – valdar af YKKUR!

Einnig má sjá hér fyrir neðan vinsælustu nýjungar 2021 og vonarstjörnur 2022.

Vinsælustu vörurnar 2021

1. sæti

Sensai – Bronzing Gel

5.990 kr.

Bronzing Gel hefur verið endurbætt. Nýja Formúlan er mýkri, gefur meiri raka og ljósasti liturinn inniheldur minna af gullkornum/ljóma.

Vinsælasta vara SENSAI. Létt litað gel sem gefur raka og ljóma.

50ml

Vörunúmer: 10254 Flokkar: , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Bronzing Gelið frá Sensai er svo sannarlega í uppáhaldi hjá ykkur en gelið situr á top sæti vinsældalistans hjá okkur annað árið í röð! Ef þú hefur ekki nú þegar prófað Bronzing Gelið fræga, þá verður þú einfaldlega að gefa því séns – það er engin vara sem kemst nálægt því að vera jafn vinsæl og Bronzing Gelið.

Bronzing Gelið er hægt að nota á svo marga vegu. Eitt og sér, undir farða, yfir farða, blandað út í rakakrem eða sem bronzer. Gelið er notað af konum og körlum á öllum aldri og er algjör nauðsynjavara hjá svo mörgum.

2. sæti

Sensai – Lash Volumiser 38C

5.490 kr.

Mest seldi maskari SENSAI.

Einstakur bursti sem þykkir augnhárin þannig að þau virðast meiri án þess að klessast. Liturinn á maskaranum er svartur og gerir augun einstaklega falleg.

Vörunúmer: SEN 29418 Flokkar: , , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

38° maskarinn frá Sensai er enn og aftur ein vinsælasta varan okkar. Þegar maskari endist allan daginn í íslenskri veðráttu – og fer svo aðeins af með heitu vatni í enda dagsins þá er erfitt að toppa hann. Maskarinn gerir líka allt – þykkir, lengir og greiðir vel. Það er hægt að nota lítið af honum til að fá náttúruleg augnhár eða byggja hann upp. Hann er einfaldlega frábær.

3. sæti

Grande – GrandeLASH

10.990 kr.

Grande Lash augnháraserum. Mest selda augnháraserumið í Sephora. Hefur unnið til fjölda verðlauna. Undraverður árangur. Lengir og þykkir augnhárin. Vottað af augnlæknum. 3,ja mánaða skammtur.

Vörunúmer: GRA GN1002R-EU Flokkar: , , , Merkimiðar: , , ,
Frekari upplýsingar

GrandeLash er hástökkvari ársins en í fyrra var GrandeLash í 16. sæti, en stekkur upp í þriðja sæti í ár. Ástæðan fyrir vinsældunum er einföld, GrandeLash VIRKAR!

Nær daglega koma konur upp í verslun til okkar og versla Grande Lash út af því að þær sáu vinkonu, vinnufélaga eða systur sína og héldu að hún væri búin að fara í augnháralengingar. Nei – ástæðan fyrir löngu augnhárunum var GrandeLash og leiðin lá rakleiðis í Beautybox.is til að næla sér í eintak. Svoleiðis hefur GrandeLash klifrað upp vinsældalistann – út frá meðmælum frá ykkur.

GrandeLash var næstum því í öðru sæti á listanum en Lash Volumiser náði honum á síðustu 3 dögunum!

4. sæti

Nailberry – Mystere

3.190 kr.

Nailberry naglalökkin eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

Frekari upplýsingar

Nailberry – Simplicity

3.190 kr.

Nailberry naglalökkin eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

Frekari upplýsingar

Nailberry – Romance

3.190 kr.

Nailberry naglalökkin eru eiturefnalaus, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.

Frekari upplýsingar

Í fjórða sæti sitja Nailberry naglalökkin í L’Oxygéné línunni sem hafa svo sannarlega slegið í gegn á árinu enda tikka þau í öll box sem hægt er að tikka í!

Liturinn Mystere er vinsælasta naglalakk ársins, á eftir honum er liturinn Simplicity og svo liturinn Romance.

Vinsælasta vara Nailberry vara aftur á móti Acai styrkingarlakkið – en það eitt og sér komst það samt ekki á top 20 listann :).

5. sæti

Face Halo Pro – Pack of 3

3.990 kr.

Face Halo er byltingarkenndur farðahreinsir sem notar örtrefjar til að hreinsa farða af aðeins með vatni. Face Halo er eiturefnalaus og margnota og kemur í stað 500 einnota farða/blautklúta.

Svartur – 3 saman í pakka.

Frekari upplýsingar

Ó elsku Face Halo, hinn frábæri farðahreinsir sem er hægt að nota til að fjarlægja farða aðeins með vatni en líka með öðrum hreinsivörum. Fullkominn til að vera með í íþróttatöskunni til að fjarlægja farða fyrir æfingu eða í sturtunni fyrir sund og bara algjör nauðsynjavara til að hreinsa farðann af á hverju kvöldi.

Ef þú hefur ekki prófað Face Halo þá er 2022 klárlega árið til þess – þú ferð ekki aftur í blautþurrkurnar og bómullin.

6. sæti

Total Finish púðrið víðfræga er í topp listanum okkar annað árið í röð en það er orðið víðfrægt fyrir viðurnefnið Photoshop púðrið enda eru áhrifin sem púðrið gefur best líkt við photoshop airbrush filter.

Púðrið veitir raka, sest ekki í línur og veitir náttúrulega silkihulu. Þegar þú verslar Total Finish púðrið í fyrsta skipti þarf að kaupa öskjuna utan um púðrið og svo þarf einungis að kaupa áfyllingu á það.

7. sæti

Bleika Beautyboxið #instant

5.990 kr.

Við kynnum með stolti Bleika Beautyboxið – #instant ! Vörurnar í Bleika Beautyboxinu eiga það sameiginlegt að vera vörur sem gefa þér niðurstöður samstundis, eða sko… allar nema ein sem afsannar regluna. 🙂

Vörunúmer: BOX 123 Flokkar: ,
Frekari upplýsingar

Beautyboxin okkar sitja í 7. sæti á árinu en því miður gátum við aðeins gefið út 2 box á árinu vegna galla sem var í boxinu sjálfu. Okkur þótti einstaklega leiðinlegt að þetta fór svona en það er lítið við því að gera, nýtt box er þó væntanlegt í  janúar og við getum ekki beðið eftir því að gefa það út svo fylgist vel með :)!

8. sæti

Sensai – Total Lip Gloss

6.290 kr.

Næringarríkt og uppbyggjandi gloss.

Vörunúmer: SEN 34366 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Sensai – Total Lip Gloss (3 litir)

6.290 kr.

Vinsæla varan okkar, TOTAL LIP GLOSS, fæst nú loksins í 3 litum. Með einni stroku af þessum dásamlega gloss verður ásýnd varanna fyllri, mýkri og ljómandi af raka. Silkimjúk og rakagefandi formúlan sléttir úr lóðréttum línum varanna sem verða mýkri ásamt því að ljá þeim milda og glæra tóna.

Vörunúmer: 10271 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Total Lip Gloss frá Sensai er í 8. sæti í ár en góður, nærandi gloss er eitthvað sem fer aldrei úr tísku og hættir aldrei að vera vinsæll. Glossinn inniheldur sömu nærandi áhrif og Total Lip Treatment varanæringin frá Sensai og er einstaklega nærandi.

Klassíski glæri Total Finish glossinn er vinsælastur en litur nr 3. er einnig svakalega vinsæll. Þunnfljótandi glossið gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og heillandi glans.

9. sæti

Sensai – Highlighting Concealer

5.890 kr.

Þegar vanda þarf sérstaklega valið eins og vörur sem þú notar í kringum augun þá er þessi einn sá allra besti.

4 ml

Vörunúmer: 10260 Flokkar: , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

Á top 10 listanum annað árið í röð situr hyljarinn frá Sensai.

Silki baugafelari, sem afmáir blámann kringum augun, mýkir línur og gefur raka og ljóma. Hyljarann má þó líka nota á allt andlitið til þess að fela misfellur og birta það upp. Þó svo hann komi aðeins í 4 litum þá henta þeir langflestum því þeir blandast svo ótrúlega fallega saman við mismunandi litartóna.

10. sæti

Sensai – Styling Eyebrow Pencil (fleiri litir)

5.290 kr.

SENSAI hefur endurbætt hinn vinsæla Eye Brow Pencil.  Nýju fyllingarnar passa í gömlu pennana. 

Vörunúmer: 10267 Flokkar: , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Sensai – Styling Eyebrow Pencil Áfylling (fleiri litir)

2.890 kr.

SENSAI hefur endurbætt hinn vinsæla Eye Brow Pencil.  Nýju fyllingarnar passa í gömlu pennana. 

Vörunúmer: 10400 Flokkar: , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Augabrúnapenninn frá Sensai situr í 10 sæti á vinsældalistanum enda er hann einfaldlega frábær og er það einstaklega hentugt að geta keypt áfyllingu á pennann.

Penninn er auðveldur í notkun, mjúkur og miðlungs pigmentaður og því mjög einfaldur í notkun.

11-30 sæti

Hér á eftir má sjá þær vörur sem sitja í 11-30 sæti í réttri röð, endilega hafið í huga að ef vörurnar koma í öðrum stærðum eða litum þá er aðeins ein tegund hérna á listanum fyrir neðan 🙂

Vinsælustu nýjungar ársins

Árið 2021 var spennandi og fengum við fullt af nýjum og frábærum vörum til okkar. Við bættum við merkjum sem voru ný á Íslandi, en einnig komu nýjungar úr rótgrónum merkjum sem slógu í gegn.

Hér á eftir eru nokkrar nýjungar sem slógu í gegn á árinu en í engri sérstakri röð. Sumar náðu á top 30 listann en aðrar voru rétt á eftir, en allar eiga það sameiginlegt að hafa náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma og heillað marga upp úr skónum.

Sky High Maskarinn frá Maybelline

Maybelline – Lash Sensational Sky High Mascara Very Black

3.390 kr.

Lash Sensational Sky High maskarinn frá Maybelline gefur augnhárunum aukið umfang og mikla lengd eftir aðeins eina umferð!

Vörunúmer: MAY 751772 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Maybelline – Lash Sensational Sky High Mascara Very Black Waterproof

3.390 kr.

Lash Sensational Sky High maskarinn frá Maybelline gefur augnhárunum aukið umfang og mikla lengd eftir aðeins eina umferð! Maskarinn er vatnsheldur.

Vörunúmer: MAY 751773 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Sky High Maskarinn frá Maybelline kom til ársins í janúar 2021 og algjörlega mokaðist út, svo mikið að hann seldist upp á landinu í einhvern tíma og kom ekki aftur fyrr en um mánuði eða tveimur síðar.

Maskarinn getur þakkað TikTok fyrir vinsældir sínar en það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig konur á öllum aldri gátu ekki beðið eftir því að prófa TikTok maskarann fræga. Nú verður áhugavert að fylgjast með því hvort Sky High hafi verið „hype“ sem allir þurftu að prófa 1x eða hvort fólk versli hann aftur og hann haldi vinsældum sínum út árið 2022. Við spáum því allavega að hann haldi vinsældum sínum!

Face Halo Glow

Face Halo Glow settið kom til okkar í lok október og gjörsamlega sló í gegn. Face Halo Glow inniheldur 3 hreinsipúða, einn sem þrífur af farða, annan sem þrífur húðina og þriðja sem skrúbbar hana mjúklega. Við bíðum spennt eftir nýrri sendingu sem kemur í janúar ! Ef þú vilt fá tilkynningu þegar hann kemur til baka þá getur þú smellt á myndina fyrir ofan og skráð þig á biðlista :).

Dr. Dennis Gross alpha BEta PEel

Dr. Dennis Gross Skincare – Alpha Beta® Universal Daily Peel 5 stk

3.990 kr.

Fljótvirkandi meðferð til daglegrar notkunar í tveimur skrefum fyrir áhrifaríka útkomu heima. Alpha Beta® Universal Daily Peel er áhrifarík blanda af 5 AHA/BHA-sýrum, ásamt andoxunarefnum og vítamínum sem leysa upp dauðar húðfrumur ásamt umfram húðfitu og óhreinindum auk þess að bæta húðtón og áferð húðarinnar.

5stk

Frekari upplýsingar

Dr. Dennis Gross Skincare – Alpha Beta® Universal Daily Peel 30 Pk 30 Stk

16.390 kr.

Fljótvirkandi meðferð til daglegrar notkunar í tveimur skrefum fyrir áhrifaríka útkomu heima. Alpha Beta® Universal Daily Peel er áhrifarík blanda af 5 AHA/BHA-sýrum, ásamt andoxunarefnum og vítamínum sem leysa upp dauðar húðfrumur ásamt umfram húðfitu og óhreinindum auk þess að bæta húðtón og áferð húðarinnar.

30stk

Frekari upplýsingar

Dr. Dennis Gross Skincare – Alpha Beta® Extra Strength Daily Peel 5 Stk

3.990 kr.

Fljótvirkandi meðferð til daglegrar notkunar í tveimur skrefum fyrir áhrifaríka útkomu heima. Sterkasta heimameðferðin frá Dr. Dennis Gross inniheldur 7 sýrur, ásamt andoxunarefnum og vítamínum sem leysa upp dauðar húðfrumur ásamt umfram húðfitu og óhreinindum ásamt því að jafna húðtón og áferð.

5stk

Frekari upplýsingar

Dr. Dennis Gross Skincare – Alpha Beta® Extra Strength Daily Peel 30 Stk

17.590 kr.

Fljótvirkandi meðferð til daglegrar notkunar í tveimur skrefum fyrir áhrifaríka útkomu heima. Sterkasta heimameðferðin frá Dr. Dennis Gross inniheldur 7 sýrur, ásamt andoxunarefnum og vítamínum sem leysa upp dauðar húðfrumur ásamt umfram húðfitu og óhreinindum ásamt því að jafna húðtón og áferð.

30stk

Frekari upplýsingar

Dr. Dennis Gross Skincare – Alpha Beta® Ultra Gentle Daily Peel 30 Stk

16.390 kr.

Fljótvirkandi meðferð til daglegrar notkunar í tveimur skrefum fyrir áhrifaríka útkomu heima. Vandlega valdur skammtur af 3 AHA/BHA-sýrum, ásamt andoxunarefnum og vítamínum, leysa upp óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborðinu auk þess að bæta húðtón, áferð og raka húðarinnar.

30stk

Frekari upplýsingar

Það var mikil gleði hjá okkur þegar Dr. Dennis Gross bættist við úrvalið okkar í ágúst 2021. Húðsjúkdómalæknirinn Dr. Dennis Gross stofnaði merkið fyrir um 20 árum síðan og hafa Alpha Beta skífurnar unnið til fjöldamargra verðlauna og eru einar mest seldu ávaxtasýruvörur í heiminum. Skífurnar slógu að sjálfsögðu strax í gegn hjá íslenskum húðvöruaðdáendum og búumst við við því að enn fleiri eigi eftir að verða ástfangnir af skífunum árið 2022.

Skífurnar frá Dr. Dennis Gross komu oftast upp þegar við spurðum ykkur á Instagram hverjar væru bestu nýjungar ársins.

Bioderma Sensibio H2O

Bioderma – Sensibio H2O

1.590 kr.4.390 kr.

Farðahreinsandi micellar vatn

Hrein og náttúruleg húð, laus við farða og mengun.
Hefur róandi áhrif.

Róandi eiginleikar

Frekari upplýsingar

Bioderma – Sebium H2O

1.590 kr.4.390 kr.

Hreinsandi micellar vatn

Góður hreinsir með sótthreinsandi eiginleikum

DAFTM complex

Frekari upplýsingar

Frábæra franska apótekaramerkið Bioderma kom til okkar á árinu og hefur slegið í gegn hjá okkur. Sensibio H2O er fyrsta micellar vatnið sem var framleitt og er enn þann dag í dag mest selda micellar vatn í heiminum en 1 flaska af hreinsinum selst á 2 sekúnda fresti. Sebium línan frá Bioderma hefur einnig slegið í gegn og mælum við með því að skoða hana ef þið eruð að berjast við fílapensla og bólur.

Imbue hárvörurnar

Imbue – Curl Respecting Conditioner

2.790 kr.

Létt og áhrifarík CGM vottuð næring sem mýkir krullurnar þínar.

Frekari upplýsingar

Imbue – Curl Liberating Shampoo

2.790 kr.

Milt, en áhrifaríkt CGM vottað sjampó sem frelsar krullurnar þínar.

Frekari upplýsingar

Imbue hárvörurnar komu til okkar í apríl og hafa mjög verðskuldað slegið í gegn. Hárvörurnar eru fyrir krullað hár og þau sem fylgja Curly Girl Method. Ef þið vitið ekki nú þegar hvað það er þá mælum við algjörlega með því að þið kynnið ykkur aðferðina, sérstaklega ef þið eruð með krullað hár.

Imbue vörurnar eru mildar, rakagefandi og nærandi og með einstaklega mildum ilm og fá þær top einkunn frá okkur.

Erborian CC REd Correct

Erborian – CC Red Correct SPF 25

3.590 kr.6.830 kr.

Litaleiðréttandi dagkrem sem vinnur á móti roða í húðinni og dregur úr litaójöfnuð. Inniheldur græn litarefni sem breytast og aðlaga sig að litatón húðarinnar þegar kremið er borið á húðina. Hentar einstaklega vel fyrir rósroða og rjóðar kinnar.

15ml

Frekari upplýsingar

Vörurnar frá Erborian komu til okkar í september en hafa svo sannarlega slegið í gegn. BB og CC kremin frá merkinu eru þau mest seldu í Sephora í Evrópu. CC Red Correct kremið var aftur á móti sú vara sem kom sá og sigraði landann enda erum við alveg einstaklega rjóð þjóð :). CC Red Correct seldist að sjálfsögðu strax upp og var uppselt í næstum 2 mánuði. Það kæmi okkur ekki á óvart ef CC Red Correct kremið eða annað frá Erborian verði á top 20 listanum á næsta ári.

Smashbox Halo Healthy Glow Tinted Moisturiser

Smashbox – Halo Healthy Glow Tinted Moisturizer SPF25

8.890 kr.

Þetta litaða dagkrem inniheldur bæði SPF og farðagrunn og endist því allan daginn.

Frekari upplýsingar

Þegar Smashbox gefur frá sér nýjan farða þá er ekki við öðru að búast en að hann slái í gegn. Smashbox Halo Healthy Glow litaða dagkremið er einstaklega fallegt og rakagefandi. Þó svo nafnið gefi til kynna að hann sé mjög ljómandi þá er hann einstaklega náttúrulegur á húðinni og alls ekki of ljómandi eins og mörg lituð dagkrem. Við erum miklir Smashbox aðdáendur og mælum 100% með.

Sensai Clear Gel Wash

Sensai – Clear Gel Wash

7.590 kr.

Endurnýjaðu yfirbragð húðarinnar með fersku hreinsigeli sem losar um stíflur í svitaholum. Háþróuð Skin Brilliance tæknin leysir upp og fjarlægir keratínstíflur án þess að ganga á rakaforða húðarinnar.

145 ml

Frekari upplýsingar

Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar Sensai gaf út Clear Gel Wash í febrúar en hreinsirinn losar um stíflur í svitaholum án þess að ganga á rakaforða húðarinnar.

Auk þess að innihalda einkennisefni Sensai, Koishimaru Silk EX og Ginseng-kjarna, afhjúpar gelið húðina í sínu tærasta og mýksta formi, líkt og ósnortið silki.

Sensai – Cellular Performance Total Lip Treatment

14.890 kr.

Þessi silkimjúka formúla ljáir vörunum raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna, beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu. Háþróuð formúlan er silkimjúk viðkomu en helst jafnframt á sínum stað. Njóttu þess að vera með þrýstnar og fallegar varir.

Vörunúmer: SEN 94242 Flokkar: , , , , Merkimiðar: ,
Frekari upplýsingar

Sensai á aðra nýjung sem sló í gegn á árinu en í mars kom út ný og endurbætt formúla af Total Lip Treatment sem var einnig nefnd af mörgum þegar við spurðum um bestu nýjungar ársins.

Total Lip Treatment er algjör bjargvættur fyrir þrálátt þurrar varir og við mælum með því að hafa það á náttborðinu því það hefur algjörlega bjargað okkur frá því að fá þurrar og ómögulegar varir í vetur.

Syncro Skin Radiant

Shiseido gaf út nýjan farða á árinu og hann sló að sjálfsögðu í gegn enda eru allir farðarnir frá Shiseido guðdómlegir.

Syncro Skin Radiant Lifiting Foundation er ekkert ósvipaður klassíska Synchro Skin farðanum nema hann gefur aðeins meiri ljóma og raka. Farðinn er með miðlungs til fulla þekju með háþróuðu ljósleiðréttingartækni sem tekur á 3 helstu atriðum sem hindra útgeislun húðarinnar: fínar línur og hrukkur, ójafn húðlit og þurrk.

Maybelline - Lifter Gloss

Maybelline – Lifter Gloss (fleiri litir)

2.390 kr.

Lifter Gloss eru næringarrík gloss sem innihalda hýalúronsýru sem gefur vörunum þéttari áferð en sambærilegar vörur.

5,4ml

Vörunúmer: 10219 Flokkar: , , , Merkimiði:
Frekari upplýsingar

Síðast en ekki síst þá hefur Lifter Glossinn frá Maybelline heillað ótal marga á árinu, enda ekki skrítið heldur er hann mjúkur og nærandi, þekjandi og á frábæru verði. Litur nr 2 er vinsælastur en hann var í Beautyboxinu okkar í ár og einnig á top 30 listanum okkar.

 

Chitocare Serumið

ChitoCare beauty – Anti-Aging Repair Serum

12.910 kr.

Einstök lífvirk formúla sem sem gefur húðinni fyllingu, raka og aukinn ljóma.

Unglegri áferð og húðin ljómar

Frekari upplýsingar

Vörurnar frá íslenska merkinu ChitoCare hafa fangað hjörtu margra og þá sérstaklega eftir að Anti Aging Repair Serumið leyndist í Beautyboxinu okkar.

ChitoCare beauty eru íslenskar verðlaunahúðvörur sem innihalda kítósan sem er náttúrulegt undur úr hafinu við Íslandsstrendur. Kítósan ver húðina, dregur úr roða og pirringi og viðheldur raka. ChitoCare hentar öllum húðgerðum og eflir náttúrulegt viðgerðarferli húðarinnar.

Vörur sem vert er að fylgjast með og prófa árið 2022

Síðast en ekki síst langar okkur að nefna nokkrar vörur sem við höldum að eigi eftir að gera góða hluti á árinu 2022. Þetta eru allt vörur sem eru frekar ný komnar til okkar og eiga eftir að fá þá athygli sem þær verðskulda.

Við eigum svo líka von á allskonar frábærum nýjungum og merkjum á árinu sem við getum ekki sagt ykkur frá strax 🙂  !

NuFace

NuFace kom aðeins til okkar í lok nóvember og þrátt fyrir að hafa algjörlega dottið undir í jólatraffíkinni og á enn eftir að fá verðskuldaða kynningu þá hefur merkið farið mjög vel af stað. Við getum ekki beðið eftir að sýna ykkur töfratækin betur á næstunni en NuFAce er græja sem við höfum átt í nokkur ár og erum ekkert smá ánægð með árangurinn. Fylgist vel með á næstunni.

Nýju N+F rakakremin

Nip + Fab – Nourishing SPF30 Moisturiser

4.390 kr.

Rakakrem með SPF30 sem veitir djúpan raka og hámarks vörn.

Frekari upplýsingar

Nip + Fab – Illuminate SPF30 Moisturiser

4.390 kr.

Rakakrem með SPF30 sem veitir húðinni fallegan ljóma, hámarks raka og vörn.

Frekari upplýsingar

Í lok nóvember komu 4 ný rakakrem með sólarvörn 30 frá merkinu Nip+Fab. Miðað við vinsældir merkisins þá búumst við ekki við öðru en að rakakremin eigi eftir að vera vinsæl á árinu.

browgame - Brow Styling Soap Soap

Browgame – Brow Styling Soap

2.990 kr.

Þú hefur kannski heyrt um litla leyndarmál Hollywood-stjarnanna til að fá fullkomnar augabrúnir en Brow Styling Soap frá Browgame sækir innblástur til þess. Augabrúnasápan mótar augabrúnirnar fullkomlega og heldur löguninni. Hvort sem þú ert með gisnar brúnir sem þurfa hjálparhönd, vilt vera með umfangsmeiri brúnir eða langar einfaldlega hafa brúnirnar snyrtilegar þá hjálpar augabrúnasápan þér að móta þær hvernig sem þú vilt.

Vörunúmer: BRO 60013 Flokkar: , , , , , Merkimiðar: , ,
Frekari upplýsingar

Browgame Brow Styling Soap kom til okkar 30. desember og er nú þegar byrjuð að rokseljast! Sápan er alveg glær og þarf að bleyta upp í henni og greiða í gegnum augabrúnirnar til þess að festa þær allan daginn. Við höfum prófað ansi margt þegar kemur að því að búa til hinar fullkomnu sápubrúnir og er Brow Styling Soap klárlega eitt það besta, ef ekki besta sem við höfum prófað.

Real Techniques setting Spreyin

Nýju andlitsspreyin frá Real Techniques komu til okkar í lok október og eru klárlega vörur sem er vert að gefa athygli. Spreyin gefa mjög fínan og góðan úða og hjálpa farðanum að endast lengur – og eru á svona fínu verði líka.

Sensai - Total Eye Treatment

Sensai – Total Eye Treatment

29.990 kr.

Húðrútína fyrir augnsvæðið sem á sér enga hliðstæðu. Nýja Cool & Warm Eye Care-húðrútínan veitir í senn sýnilegan árangur og ánægju allra skynfæra. Nærir augnsvæðið og stækkar umgjörð augnanna.

20ml + 15ml

Vörunúmer: SEN 82181 Flokkar: , , , Merkimiðar: , , , ,
Frekari upplýsingar

Í ágúst kom Total Eye Treatment frá Sensai til okkar og vorum við svo heppin að fá prufur af augnmeðferðinni sem samanstendur af Refreshing Eye Essence kælandi augngeli og Melty Rich Eye Cream sem er perlukennt krem.

Við erum algjörlega heilluð og erum 100% viss um að þið verðið það líka ef þið prófið augnkremin – þau eru líka alveg einstaklega drjúg en prufan sem við fengum í ágúst sem er 1/3 af söluvörunni endist okkur enn!

Tvennan dregur úr daufleika húðarinnar og sýnileika fínna lína og hrukka og er Melty Rich Eye Cream alveg einstaklega fallegt á daginn undir farða.

Estée Lauder Double Wear Sheer Matte

Estée Lauder – Double Wear Sheer Matte Long-Wear Foundation SPF 20 (fleiri litir)

10.990 kr.

Double Wear Light dreyfist vel, alltaf „selfie ready“. Situr á húðinni í 24 tíma.

30ml

Frekari upplýsingar

Í október kom nýr farði frá Estée Lauder sem er alveg einstaklega fallegur, léttur og þægilegur á húðinni. Ef þú ert að leita þér af hversdags farða sem gefur létta til miðlungs þekju, er náttúrulegur og fallegur þá mælum við klárlega með því að kíkja á þessa perlu.

Dr. Dennis Gross C + Collagen Deep Cream

Þegar við tókum inn Dr. Dennis Gross vorum við ekkert endilega að búast við því að C+Collagen Deep kremið frá þeim myndi verða neitt svakalega vinsælt. En kremið hefur algjörlega slegið í gegn og á örugglega eftir að verða enn vinsælla árið 2022. Við erum allavega algjörlega heilluð yfir þessu létta en rakagefandi og frábæra kremi.

L'Oréal Brilliant Signature Plump Lipgloss

L’Oréal Paris Makeup – Brilliant Signature Plump Lipgloss (fleiri litir)

2.960 kr.

Brilliant Signature Plumping varaglossin búa yfir frábærri formúlu sem klístrast ekki auk þess sem 87% af formúlunni er svokallaður „plumping“ grunnur sem stækkar umfang varanna.

Vörunúmer: 10175 Flokkar: , , , Merkimiði:
Frekari upplýsingar

Brilliant Signature Plump Glossinn frá L’Oréal er nýjung sem allir gloss aðdáendur ættu að splæsa á sig en formúlan í honum er bæði rakagefandi og plumpandi og verður að segjast að það er mjög gaman að bera hann því maður finnur fyrir kitlinu á vörunum í smá stund eftir að hann er borinn á. Litirnir sem hann kemur í eru líka einstaklega fallegir og nothæfir. Hann fær klárlega top meðmæli frá okkur.

Skin Hero

Erborian – Skin Hero

3.590 kr.6.830 kr.

Litlaust andlitskrem sem umbreytir litarhafti húðarinnar á 7 dögum. Formúlan dregur sýnilega úr útlitsgöllum í húð og gefur húðinni óaðfinnanlegt náttúrulegt og hreint útlit.

Frekari upplýsingar

Skin Hero frá Erborian er vara sem við erum mjög spennt fyrir og höfum heyrt frábæra hluti um frá viðskiptavinum okkar. Þegar vara er með svona gott orðspor er það fljótt að dreifa sér og efumst við því ekki um það að Skin Hero eigi eftir að gera góða hluti á árinu.

SKIN HERO inniheldur blöndu af kóresku hvítu ginsengi sem býr yfir ensímum sem sýnilega lagfæra áferð húðarinnar svo hún verður eins og „ný“. – Formúlan dregur greinilega úr útlitsgöllum í húð, gefur ljóma og skilur húðina eftir einstaklega mjúka og fulla af raka. Það lítur út fyrir að það sé ekkert á húðinni; hún lítur einfaldlega út fyrir að vera náttúrulega falleg.

Takk fyrir okkur

Til að ljúka þessu langa bloggi þá viljum við þakka kærlega fyrir viðskiptin árið 2021 og við hlökkum til að aðstoða ykkur við snyrtivörukaupin árið 2022.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *