Vörulýsing
SKIN HERO er svo sannarlega bjargvættur húðarinnar. Húðin fær óaðfinnanlegt náttúrulegt og hreint útlit samstundis og verður fallegri með hverjum deginum. Þessi sílíkon lausa* og litalausa vara dregur fram náttúrulega fegurð húðarinnar og sýnilega bætir áferð og gæði hennar með hverri notkun. SKIN HERO inniheldur blöndu af kóresku hvítu ginsengi sem býr yfir ensímum sem sýnilega lagfæra áferð húðarinnar svo hún verður eins og „ný“. – Formúlan dregur greinilega úr útlitsgöllum í húð, gefur ljóma og skilur húðina eftir einstaklega mjúka og fulla af raka. Það lítur út fyrir að það sé ekkert á húðinni; hún lítur einfaldlega út fyrir að vera náttúrulega falleg.
– Á aðeins 7 dögum verður húðin eins og ný: ójöfn áferð jafnast út, yfirborð húðar verður fínlegra og litarhaft verður jafnara. – Húðin ljómar meira og verður verndaðari gegn mengun og umhverfisáreitum sem gera húðina gjarnan lit- og líflausa.
Prófað undir eftirliti húðlækna.
Stíflar ekki húðholur. *Formúlan er laus við sílíkon til að gefa náttúrulega og hreina tilfinningu.
- Virk innihaldsefni:
*Blanda af hvítu ginsengi: Þekkt fyrir rakagefandi og mýkjandi eiginleika auk andoxunarvirkni fyrir húðina. Kemur í veg fyrir rakaskort i húð.
*Ginseng rótarseyði (e. Ginseng Root Extract)
*Lakkrísrótarseyði (e. Licorice Root Extract)
*Villt Yamrótarseyði (e. Wild Yam Root Extract)
*Kigelia ávaxtaseyði (e. Kigelia Fruit Extract)
*Klóeftingsseyði (e. Horsetail Extract) - Glýserín: Þekkt fyrir rakagefandi eiginleika, kemur í veg fyrir rakaskort í húð.
- Djúphreinsandi ensím: (e. Exfoliating enzymes): Vinnur á yfirborði húðar, fjalrægir dauðar húðfrumur og lagfærir áferð húðarinnar.
- Hyaluronic sýra: Viðheldur náttúrulegu rakastigi húðarinnar.
Hverjum hentar varan?
Hentar öllum húðtegundum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.