Vörulýsing
Gjafasettið er að andvirði 11.223 kr.
Uppbyggjandi rakavatn sem hannað er til þess að takast samtímis á við fimm helstu vandamál húðarinnar hvað varðar öldrun með því að veita húðinni raka, stinnleika og ljóma um leið og hún dregur úr og fyrirbyggir hrukkur. Tvöfalda rakagjöfin frá SENSAI er í tveimur þrepum. Lotion (rakavatn) og Emulsion (rakakrem). Rakavatnið gefur húðinni raka og undirbýr hana fyrir kremið sem sett er á í kjölfarið.
Lotion Mask Pads eru maskagrímur sem notaðar eru með rakavatni og endurnæra húðina. Lotion Mask Pads koma samanþjappaðar en þegar rakavatni er hellt yfir þær verða þær að grímu sem lögð er á andlitið.
Notkunarleiðbeiningar
Lotion II (Moist) 125ml – Fyrir venjulega, þurra og mjög þurra húð. Notist kvölds og morgna undir rakakrem.
Lotion Mask Pads 5stk – Hellið rakavatni yfir Lotion Mask Pads og það losnar í sundur og verður að rakagrímu sem lögð er á andlitið. Notað eftir þörfum.