Hver er munurinn á anti-aging vörum og vörum fyrir þroskaða húð?

Það er algengur misskilningur að halda að vörur sem eru merktar sem “Anti aging” séu aðeins fyrir þroskaða húð.  Anti aging þýðir nefnilega andstæða öldrunar og er því mikilvægasti punkturinn: Að fyrirbyggja er miklu betra og auðveldara en að laga og taka til baka.

Anti aging vörur eru því sérstaklega hannaðar til þess að fyrirbyggja öldrun húðarinnar og því er ráðlagt að byrja að nota þessar vörur um 25 ára aldur. Ekki hafa áhyggjur samt ef að þú ert ekki enn byrjuð að nota þessar vörur því það er aldrei of seint að byrja að hugsa vel um húðina. Anti aging vörur henta þó auðvitað einnig vel fyrir þroskaða húð, þar sem vörurnar sporna gegn öldrun húðarinnar, en gott er að byrja að nota þessar vörur snemma og að staðaldri.

Húð okkar byrjar líffræðilega að eldast á aldrinum 25 til 30 ára. Fyrstu sjáanlegu einkenni er minni sveigjanleiki og þurrari húð. Með aldrinum þynnist húðin og olíuframleiðsla hennar minnkar til muna. Fínar línur byrja að myndast.

Anti Aging serum

Það er margt sem hefur áhrif á öldrun húðarinnar. Stór partur eru genin, sem að við höfum að sjálfsögðu ekki stjórn á. En það er annar stór þáttur sem hefur margt að segja og það eru lifnaðarhættir okkar. Þá er það helst sólin, reykingar, það sem við látum ofan í okkur og hvað við notum á húð okkar.

Eitt það mikilvægasta er að skýla húðinni frá sólinni og nota háa sólarvörn. Alls ekki nota ljósabekki, því þeir eru alveg jafn slæmir og sólin og leiðir að því að húðin eldist hraðar, með myndun hrukkna og öldrunarbletta.

Raki í húðinni skiptir miklu máli. Það hjálpar að drekka mikið vatn og bera á sig gott rakakrem á hverjum degi. Góð húðrútína með góðum efnum og að hreinsa húðina vel er mjög mikilvægt. Hollur matur hefur áhrif á húðina og hjálpar að viðhalda henni góðri. Góður svefn er einnig mjög mikilvægur.

Anti-Aging fyrir augun

Hver er munurinn á vörum fyrir þroskaða húð og anti-aging vörum?

Í heildina á litið þá innihalda anti aging vörur til dæmis ávaxtasýrur sem hjálpa húðinni að endurnýja sig fljótar og losa sig við dauðar húðfrumur. Það fyrirbyggir öldrun húðarinnar og myndun fínna lína. Margar anti aging hreinsivörur eru einnig hannaðar til þess að djúphreinsa húðina af öllum óhreinindum sem hjálpar einnig til. Vörur sem innihalda efni eins og retinol sem að fyrirbyggja öldrun með langtímanotkun eru einnig mikilvægar í anti aging.

Þroskuð húð hefur aðrar umsjárþarfir heldur en yngri húð. Þannig er nauðsynlegt að breyta húðrútínunni með árunum og nota bestu vörurnar sem í boði eru fyrir þroskaða húð. Með aldrinum þarf að nota vörur sem eru ríkari af rakagefandi efnum sem að plumpa húðina upp, þá í raun þykkari og þyngri krem.Þar skiptir mestu máli að húðvörurnar innihaldi virk og næringarrík efni sem örva frumur í húðinni til að fjölga sér og draga úr sýnileika öldrunar í húðinni. Alltaf skal nota sólarvörn. Vörur fyrir þroskaða húð eru einnig hannaðar til að gefa húðinni ljóma því að litarefni húðarinnar minnka og bæta einnig þéttleika húðarinnar. Í rauninni að gera húðina mýkri og rakameiri í heild.

Anti Aging Rakakrem og Olíur

Hvaða innihaldsefnum skal leita eftir sem hjálpa að fyrirbyggja öldrun húðarinnar?

AHA sýrur eins og lactic sýra, glýcólic sýra og cirtic sýra eru náttúrleg efni sem að koma frá ávöxtum og mjólkursykrum. Sýrurnar virka sem andlitsskrúbbur (e. exfoliant) við að losa dauðar húðfrumur og leyfa nýjum að komast að og þannig komast dýpri lög húðarinnar á yfirborðið hraðar, og flýtir þannig hringrás húðarinnar fyrir endurnýjun hennar.

Hægt er að lesa meira um ávaxtasýrur HÉR.

Retinol er talið vera eitt sannreyndasta efnið til þess að vinna á móti öldrun húðarinnar, en til eru rannsóknir sem sýna fram á að retinol bæti sjáanlegar fínar línur og hrukkur. Retinol er náttúrlegt form A vítamíns og vinnur að því að minnka sjáanlegar hrukkur og bæta þykknun og sveigjanleika húðarinnar. Sum krem og serum innihalda retinol en einnig er hægt að fá sterkari retinol (upp að 1%) fyrir skilvirkari meðferð.

Peptíð eru lítil prótein sem að hjálpa til við að örva nýjar frumur til þess að vaxa og hjálpa húðfrumum að lagast.

Andoxunarefni eru oft sögð hjálpa við að berjast á móti frumuskaða frá sindurefnum, sem eru mólíkúl sem getu skaðað frumur og aukið bólgur. Góð andoxunarefni sem oft eru í anti aging vörum eru til dæmis beta karótín, lípópen, selen (e. beta carotene, lypopene og selenium) og vítamínin A, C og E. Þessi efni finnast í mörgum fæðutegundum eins og ávöxtum, grænmeti hnetum og sumu kjöti.

Anti Aging Maskar

Aðrar góðar

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *