Hin heilaga farða biblía

 Við spurðum ykkur um daginn á Facebook hvort þið hefðuð áhuga á því að við myndum segja ykkur betur frá förðunum okkar, hvernig þeir virka og af hverju þeir gætu hentað ykkur. Það er greinilegt að við eigum mörg við sama vandamálið að stríða og prufum hvern farðann á eftir öðrum án þess að skilja af hverju þeir henta okkur ekki. Viðtökurnar voru því stórkostlegar og fór mikil rannsóknarvinna og upplýsingasöfnun á stað.

Að finna farða getur verið ótrúlega erfitt og allar upplýsingarnar sem maður fær hjálpa manni ekkert ef maður skilur ekki alveg hvað þær þýða. Oft fær maður meðmæli frá vinkonu sinni eða fjölskyldu meðlimum, í snyrtivöruverslun eða jafnvel áhrifavaldi en eins og við höfum áður talað um þá erum við öll svo mismunandi þegar kemur að okkar húð og þess vegna er mikilægt að skilja hvað hentar okkur best.

Þessi færsla er smá nördaleg og fer út í innihaldsefni, áferðir og hugtök til þess að við skiljum betur hvernig við getum fengið allt út úr farðanum sem við viljum. Jú flest merki hæla sínum farða og segja hversu lengi hann endist, hvort hann gefi ljóma eða matta húð og hversu mikla þekju hann gefur, en hvað er allt hitt sem þarf að hafa í huga og hvað þýðir þetta í raun og veru? Færslan er hugsuð sem svokölluð farðabiblía og í stað þess að telja upp alla farðana okkar höfum við bætt upplýsingunum inn í hvern og einn farða á síðunni undir vörulýsinguna í nýjum lið sem að kallast Beautybox Biblían. Við munum einnig linka á farða hér fyrir neðan þegar við á 😊

Mismunandi Farðar

Fljótandi farðar:

Fljótandi farðar eru örugglega vinsælasta tegundin af farða og sá sem að flestir þekkja. Fljótandi farðar eru vinsælastir út af því að auðvelt er að vinna með þá og dreifa þeim. Við mælum með því að hrista þá alltaf áður en að þeir eru notaðir. Fljótandi farðar gefa yfirhöfuð bestu þekjuna, en þó eru undantekningar á því. Fljótandi farðar geta hent öllum því þeir hafa þann eiginleika að vera mjög mismunandi.

10.990 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
7.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
11.360 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.450 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Serum Farðar

Serum farðar hafa þann eiginleika að innihalda innihaldsefni sem að aðstoða húðina og vinna gegn öldrunarmerkjum húðarinnar og eru því ákveðin húðvara í bland við farða. Serum farðar innihalda innihaldsefni sem að gefa húðinni raka, vinna gegn fínum línum, litarójöfnum og minnka ásýnd húðhola.

Serum farðar eiga það til að vera í dýrari kanntinum enda gegna þeir meiri tilgangi en venjulegir farðar. Þeir eru  mjög góðir fyrir húð sem er byrjuð að sína einkenni öldrunnar svosem fínar línur og eru einnig einstaklega góðir fyrir þroskaða húð.

9.990 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
14.880 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.870 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Stift farðar

Stift farðar eru auðveldari í notkun en margir halda og dreifa sér vel. Stift farðar eru oft nokkuð þykkir og því mjög góðir fyrir þá sem að vilja hylja ákveðin svæði vel og geta líka verið notaðir sem hyljarar og henta því vel þeim sem að vilja hylja t.d. bólur. Stift farðar henta betur yngri húð en eldri því þeir eru þekjandi og eiga því auðveldara með að setjast í fínar línur.

10.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Púðurfarðar

Púðurfarðar eru auðveldir í notkun og þá sérstaklega góðir til að hafa í töskunni til þess að laga sig í gegn um daginn. Púðurfarðar gefa oftast náttúrulega og létta þekju en geta aftur á móti verið þurrari en aðrar tegundir að farða. Þar af leiðandi eru púðurfarðar betri fyrir olíuríka húð og þær sem að eru ekki með mikið af fínum línum þar sem að farðinn getur sest í línurnar. Margir púðurfarðar koma með svampi og því er mikilvægt að muna að þrífa hann reglulega.

8.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.790 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Mineral púður

Mineral púður eru oftast náttúrleg og lífræn og eru því góður kostur fyrir þá sem að leggja áherslu á það í sinni rútínu, en einnig þá sem eru viðkvæmir eða með ofnæmi. Þau innihalda oft næringarefni sem eru góð fyrir húðina og gefa fallegt útlit. Mikilægt er að nota rakakrem undir ef þú ert með þurra húð þar sem að púðrin innihalda yfirhöfuð ekki rakagefandi efni, enda eru þau þurr. Það getur verið smá kúnst að bera þau á og ef maður fer ekki varlega þá getur púðrið endað smá út um allt. Passið bara að bera ekki mineral púður á ykkur þegar þið eruð komnar í fína kjólinn og á leiðinni út.

Lituð dagkrem

Lituð dagkrem gefa létta þekju og raka og er því tilvalið að nota hyljara líka ef það þarf meiri þekju. Lituð dagkrem eru æðisleg á sumrin og fyrir þær sem eru með góða húð eða að byrja að farða sig til að fá fallega og ljómandi húð án þess að það sjáist of mikið. Henta vel þeim sem eru með þurra húð.

5.990 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.690 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
8.890 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
7.690 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

BB krem

BB stendur fyrir blemish balm eða beauty balm og veita meiri þekju en lituð dagkrem en minni en farðar. BB krem innihalda oftast innihaldsefni með tilgangi eða það er að segja anti-ageing, olíustjórnandi innihaldsefnum, sólarvörn og svo framvegis og eru því líka ákveðin húðumhirða. BB krem eru kremuð og gefa húðinni raka. BB krem er kóresk uppfinning.

 

3.590 kr.6.830 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
5.720 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

CC krem

CC stendur fyrir colour correcting eða litaleiðréttingu og eru þessi krem því hönnuð til að jafna húðlitinn og gefa náttúrulegt útlit. CC krem eru yfirhöfuð rakagefandi og innihalda anti-aging innihaldsefni og gefa ferskt og bjart útlit. CC krem frábær fyrir þá sem að vilja leiðrétta litaryfirbragð t.d. roða (ekki nóg til að hylja rósroða þó) eða fyrir líflausa húð sem að þarf á glóð að halda.

3.590 kr.6.830 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.590 kr.6.830 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.590 kr.6.830 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Hugtök

Non – cogmogenic / stíflar ekki húðholur

Er notað um formúlur sem að stífla ekki húðholur og eiga því ekki að mynda fílapensla.

Non – acnegenic / ekki bóluvaldandi

Er notað um formúlur sem að stífla ekki húðholur og eiga því ekki að mynda mynda bólur (acne).

Hypoallergenic / ofnæmisprufað 

Veldur ekki ofnæmi. Aftur á móti þá er ágætt að hafa það í huga að við erum eins mismunandi og við erum mörg og ofnæmin okkar líka, svo ef þú ert ofnæmispési þá mælum við alltaf með því að skoða innihaldsefnin þrátt fyrir þessa staðhæfingu.

Dermatology tested / prufað af húðlæknum

Varan hefur verið prufuð af húðlæknum. Svipað og með Hypoallergenic, þá er ágætt að hafa það í huga að þó svo að varan hafi verið prufuð af húðlæknum, þá erum við eins mismunandi og við erum mörg.

Fragrance free / lyktarlaus

Lyktarlaus formúla hentar oftast betur þeim sem að eru með viðkvæma húð því lyktarefni geta ert húðina.

SPF / sólarvörn

Ágætt er að hafa í huga að hvers dags daglega ætti farði með sólarvörn að vera nóg. En ef þú ert mikið úti í sterkri sól (og já sólin á Íslandi getur verið sterk líka) þá er alltaf mælt með því að nota sérstaka sólarvörn undir farðann. Ef þú ert í sólbaði þá þarftu að bera á þig sólarvörn nokkrum sinnum á dag og því er best að sleppa farðanum.

Sólavörn getur valdið því sem við köllum „flashback“ eins og sjá má á myndunum hér fyrir ofan Líklega líta leikkonurnar mjög vel út í persónu en út af því að það er sólarvörn í farðanum eða púðrinu þá endurkastar hann flassinu til baka. Þess vegna er gott að hafa það í huga að á merkisdögum eins og t.d. brúðkaupsdaginn er ekki gott að nota vörur með háum sólarvarnastuðli ef að það verða teknar myndir með flassi.

Ekki öll sólarvörn veldur „flashback“ heldur aðallega innihaldsefnin Zing oxide eða titanium dioxide svo ef það er mikil sól þá mælum við aldrei með því að sleppa sólarvörninni, bara velja rétta. Ágætt er að hafa það í huga að sum dagkrem innihalda sólarvörn svo best er að forðast þau líka á svona stórum dögum.

Vatnsheldur

Góðir í röku umhverfi, hita og já rigningu. Geta stíflað húðholurnar svo það er ágætt að hafa það í huga fyrir hversdags notkun og ef þú átt það til að á bólur er best að nota vatnshelda farða frekar við sérstök tilefni. Hér er mikilvægt að nota góðan farðahreinsi til að taka farðann af á kvöldin, olíuhreinsar eru bestir til þess.

Mismunandi uppbygging

Farðar eru yfir höfuð byggðir upp á 3 aðal innihalsefnum. Vatni, sílikoni eða olíu. Það þýðir að stærsti hlutinn af innihaldsefnunum er annaðhvort vatn, sílikon eða olía. Þetta ræðst af því hvaða innihaldsefni eru nefnd sem hæðst í innihaldsefna listanum. Farðar geta samt sem áður innihaldið smá af olíu eða smá af sílikoni á meðan þeir eru ekki í top 5 innihaldsefnunum í miklu magni. Olíufarðar eru sjaldgæfastir.

Olía

Góð fyrir þær sem eru með þurra húð og sem vilja fá „plump“ í húðina. Sérstaklega góðir fyrir eldri húð til að minnka útlit fínna lína og hrukkna. Oft er hægt að spotta farða sem eru uppbyggðir með olíu því þeim er oft lýst svona:

  • Hydrating
  • Moisturizing
  • Nourishing
  • Soothing
  • Glow-enhancing

Smá extra nörda upplýsingar hér, en í innihaldsefnunum heita olíur ekki alltaf „oils“ eftirfarandi innihaldsefni eru t.d. form af olíum:

    • Isodecyl oleate
    • Decyl oleate
    • Cetyl Alcohol
    • Ethylhexyl Palmitate
    • Stearic Acid
    • Lanolin

Sílikon

Sílikon er eitt mest notaðasta innihaldsefnið til þess að fylla upp í húðholur og gefa húðinni óaðfinnanlegt útlit. Til þess að spotta sílikon í innihaldsefnunum og vita hvort að farðinn sé sílikonfarði leitið af orðum sem að enda á -cone eða -siloxane í efstu innihaldsefnunum. Það sem þarf að passa með sílikonfarða er að þvo húðina einstaklega vel eftir daginn og tvíhreinsa hana fyrst með farðahreinsi og svo andlitshreinsi.

Oft er hægt að spotta farða sem eru uppbyggðir með sílikoni því þeim er oft lýst svona:

  • High definition
  • HD/ultra HD
  • Silky
  • Long-wearing
  • Waterproof
  • Photo finish

Vatn

Jú langflestir farðar innihalda vatn, annars væru þeir þurrir = púður. Svo það þarf ekki að þýða að farði sé með vatni sem aðal innihaldsefni þó það sé vatn í formúlunni. En ef að þú spottar ekki olíu eða sílikon í fremstu innihaldsefnunum þá er hann vatnsfarði. Farðar sem eru byggðir upp með vatni henta viðkvæmni og feitri húð mjög vel. Oft er hægt að spotta farða sem eru uppbyggðir með vatni því þeim er oft lýst svona:

  • Oil-free
  • Silicone-free
  • Weightless/lightweight
  • Comfortable
  • Water-infused
  • Radiant

áferð

Hér ætlum við að hafa nöfnin á íslensku og ensku því að okkur þykir erfitt að þýða þau án þess að það sé of klaufalegt og skiljist illa ef að á umbúðunum stendur bara enska nafnið. 

Natural / Náttúruleg

Kostir: Náttúruleg áferð sem er sem líkust húðinni. Mattar hana hvorki né gefur ljóma.

Hafa í huga: Það er ekki mikið sem þarf að hafa í huga hér, náttúruleg áferð hentar flestri húð.

Matte / Mött og/eða Powder / Púður

Kostir: Við ætlum að taka þessar 2 áferðir saman því að áhrifin eru sú sömu. Mattir farðar, púðurfarðar eða farðar með púðuráferð innihalda oft púður agnir sem að hafa hemil á olíumyndun. Henta mjög vel fyrir húð sem fær gjarnan bólur og þær sem að vilja að farðinn endist allan daginn.

Hafa í huga: Mattir farðar geta verið þurrir og því er möguleiki á því að þeir setjist í þurrkubletti og fínar línur. Ef þú ert með þurra húð eða henni vantar raka þá er best að setja gott rakakrem á húðina fyrst eða jafnvel blanda rakakreminu út í farðann. Mattir farðar þorna líka fljótar en aðrir og því þarf maður að blanda þá fyrr í húðina og erfiara er því að leiðrétta mistök eftir á.

 

 

Hér sjáið þið hvernig mattur farði getur komið á þurri húð

Sheer / Gengsæ

Kostir: Náttúrulegt og létt áferð. Henta best þurri og blandaðri húð. Gefur húðinni frekar frísklegt yfirbragð frekar en að hylja vel.

Hafa í huga: Ef þú ert að leita af þekju er þetta ekki farðinn fyrir þig. Hentar best þurri og blandaðri húð en þeir sem að eru með olíuríka húð ættu að forðast sheer áferð því hún getur látið húðina líta út fyrir að vera glansandi og meira olíurík.

Dewy / Ljómandi

Kostir: Gefur unglegt og ljómandi útlit. Innihalda oft olíur og innihaldsefni sem að endurkasta ljósi. Hentar best þeim sem eru með þurra og/eða þroskaða húð án þess þó að vera með djúpar hrukkur.

Hafa í huga: Ef þú ert með olíuríka húð þá mun ljómandi farði líklegast láta húðina líta út fyrir að vera feit. Einnig getur ljómandi farði dregið athygli að bólum og djúpum hrukkum og ber því að hafa það í huga.

Satin / Satín

Kostir: Satín er á milli ljómandi og mattri áferð og er ein algengata áferðin. Satín áferð hentar allri húð en þeir sem eru með olíuríka húð munu örugglega vilja nota smá púður á T-svæðið til þess jafna út áferðina. Satín farðar henta allri húð og þá sérstaklega þroskaðri húð því að þeir setjast ekki í fínar línur og hrukkur.

Hafa í huga: Satín farðar geta verið smá „þungir“ á húðinni og það eru ekki allir sem að fíla það.

Auka og extra pró upplýsingar

Hafið þið lent í því að sumar vörur bara einfaldlega virka ekki saman? Þá erum við aðallega að tala um farðagrunn og farða. Ástæðan fyrir þessu er að aðal innihaldsefnin (vant, olía og sílikon) vinna ekki vel saman. Þetta getur t.d. verið ástæðan fyrir því að nýi farðinn þinn virki ekki því þú ert enn að nota farðagrunn sem að passar ekki með farðanum ogfv. Til að einfalda þetta þér eru hér 2 reglur:

Blandið bara saman vatnsuppbyggjanlegum farða með vatnsuppbyggjanlegum farðagrunn

– ástæðan fyrir því er sú að ef þú reynir að blanda sílikon eða olíu grunni með vatnsfarða þá vinna innihaldsefnin á móti hvor öðrum. Án þess að fara frekar út í það, ímyndið ykkur að blanda saman vatni og sílikoni eða vatni og olíu í glas. Innihaldsefnin aðskilja sig bara og virka ekki saman.

Farið varlega í sílikon með sílikoni

– þetta er ekki heilög regla en passið að nota aðeins örlítið af farðagrunn með sílikoni og aðeins á T-svæðið ef að ætlunin er að nota farða sem er byggður upp með sílikoni, oftast er það líka algjör óþarfi því að sílikonið í farðanum virkar sem farðagrunnur. Ástæðan fyrir þessu er að ef að of mikið af sílikoni er notað saman þá einfaldlega rúllar það bara af.

Ef þið eruð forvitin að vita meira um innihaldsefnin í snyrtivörunum  ykkar endilega kíkið á http://cosdna.com/ og leitið af vörunni þar.

Íris Björk Reynisdóttir

2 thoughts on “Hin heilaga farða biblía

  1. Anna Toher says:

    Mjög góð samantekt sem er leiðbeinandi í farða frumskógi. Mig langar að benda á fyrirbærið ,,flashback” eins og sýnt er á myndunum, er of mikið af púðri sem inniheldur silica. Þetta efni er í öllum förðunarvörum fyrir háskerpu HD sem er sérstaklega ætlað fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Til daglegra nota og ljósmyndatöku þarf mun minna af púðri og blanda vel. Já, og svo er þetta Renèe Zellweger sem glansar eins og sólin í kjölfar húðslípunar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *