Vörulýsing
Einstök augnmeðferð með þremur mismunandi gerðum af C-vítamíni auk mjólkursýru til að auka upptöku og virkni formúlunnar sem sjáanlega gerir augnsvæðið þéttara ásýndar.
Þessi silkikennda meðferð gengur hratt inn í húðina og er klínískt sönnuð til að draga úr ásýnd þrota, bauga, þurrks og fínna lína á einungis 1 viku.
Lykilefni:
3 gerðir af C-vítamíni:
3-O-Etýl askorbínsýra
Áhrifaríkasta stöðuga form C-vítamíns en það viðheldur súrum eiginleikum sínum til að ganga djúpt inn í húðina.
Það vinnur bæði á vatns- og fitulögum húðfrumunnar til að lágmarka og koma í veg fyrir litamisfellur, fínar línur og hrukkur.
Tetrahexýldesýl
Stöðugt og olíuleysanlegt form af C-vítamíni sem kemst í gegnum lípíðlög húðarinnar, hlutleysir sindurefni og hjálpar til við að fyrirbyggja litamisfellur.
Askorbínsýra
Ávaxtasýra fengin úr ávöxtum og grænmeti en askorbínsýra er hreinasta formið af C-vítamíni. Þetta öfluga andoxunarefni verndar og gerir við húðfrumur auk þess að örva kollagenframleiðslu sem leiðir af sér stinnari húð. C-vítamín hlutleysir einnig sindurefni og getur einnig lagfært skemmdir sem þau kunna að valda.
Mjólkursýra
AHA-sýra sem eykur upptöku húðarinnar á húðvörunni og virkni hennar, örvar endurnýjun húðfrumna, eykur rakastig og hjálpar við að gera við og vernda yfirborð húðarinnar með því að óvirkja sindurefni.
Tranexamsýra
Tranexamsýra er unnin úr amínósýrunni lýsín og hefur áhrif á litarefnaensímin plasmín og plasmínógen en þau birtast oft í dökkum blettum sem myndast vegna skemmda af völdum útfjólublárra geisla. Tranexamsýran hindrar tengingu á milli hyrnisfrumna og sortufrumna og dregur þannig úr framkomu dökkra bletta, kemur í veg fyrir að nýir dökkir blettir myndist og betrumbætir húðtón í heild sinni. Að auki hefur verið sýnt fram á það að tranexamsýra vinni mjög vel þegar hún er notuð samhliða C-vítamíni en þessi blanda er einstaklega öflug gegn litamisfellum.
Niðurstöður úr klínískri rannsókn:
90% viðfangsefna sýndu strax marktæka bætingu á rakastigi húðar.
1 vika:
Augnmeðferðin klínískt sönnuð til að bæta ásýnd bauga, þrota, þurrks, fínna lína, þétta húðina, bæta heildaryfirbragð augnsvæðisins og jafna húðtón.
2 vikur:
93% viðfangsefna sýndu marktæka bætingu á ljóma húðar.
85% viðfangsefna sýndu marktæka bætingu á dökkum blettum.
Í ánægjukönnun:
90% viðfangsefna sáu minnkun á fínum línum, hrukkum og húðin var heilbrigðari ásýndar á 1 viku.
Notkunarleiðbeiningar:
Til notkunar kvölds og morgna. Þrýstið kreminu létt að húðinni í kringum allt augnsvæðið. 1 pumpa er nóg fyrir bæði augu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.