Lífbrjótanlegur örverusellulósa meðferðarmaski sem stuðlar að viðgerð þurrar og skemmdrar húðar. Hann hefur samstundis bjartari áhrif og endurlífgar yfirbragð húðarinnar.
Ýttu samstundis undir viðgerð húðarinnar, ljóma hennar og rakastig. Fínlegar og gelkenndar trefjarnar búa yfir C-vítamíni, kollagen amínósýrum auk okkar einstaka Energy Complex til að vernda, sefa, fylla, þétta og lýsa upp húðina. Þessi niðurbrjótanlegi maski aðlagar sig að andlitsföllum líkt og önnur húð. Þannig myndast vörn sem kemur í veg fyrir rakauppgufun og auðveldar húðbata. Bættu ásýnd ójafns húðtóns, fyrirbyggðu frekari litamisfellur og endurlífgaðu þreytta húð með bjartara og heilbrigðara yfirbragði.
Helstu innihaldsefni:
- 3-O Ethyl Ascorbic-sýra er áhrifaríkasta og stöðugasta form C-vítamíns, en það heldur sýrueiginleikum sínum til að ná djúpt niður í húðina og vinnur því á fleiri lögum frumunnar. Þannig má fyrirbyggja framkomu litamisfellna, fínna lína og hrukkna.
- Kollagen amínósýrur er kollagen af plöntuuppruna, sem er ein helsta uppistaðan í peptíðum og prótínum.
- Energy Complex ýtir undir efnaskipti og inniheldur andoxunarvirkni sem verja frumur og auka virkni á kjarnastigi.
Notkunarleiðbeiningar
Einu sinni í viku skaltu leggja maskann á hreina og þurra húð og taktu fyrri hlutann af bakhliðinni. Settu gelhliðina á andlitið, lagaðu hann að andlitsföllunum og taktu af seinni hlutann af bakhliðinni. Leyfðu maskanum að vera á í 10-15 mínútur. Fjarlægðu hann og nuddaðu því sem eftir situr inn í húðina. Ekki hreinsa af. Fylgdu þessu eftir með þínu eftirlætis rakakremi frá Dr. Dennis Gross Skincare™. Einungis skal nota maskann líkt og leiðbeiningar segja til um. Forðist snertingu við augu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.