Vörulýsing
Orkugefandi serum, vinnur djúpt í húðina, dýpra en kremin.
Fersk og létt formúla sem smýgur hratt inn í húðina og veitir tafarlausa orkutilfinningu. Húðin virðist öðlast aukna orku, er fersk og endurnærð og verður sterkari og stinnari á ný.
SENSAI EXTRA INTENSIVE línan skartar tveimur einstökum innihaldsefnum; Ene-Activate Complex og Bio-Cell hvati sem eru hágæða innihaldsefni með tvöfaldri virkni. Þau auka orkuframleiðslu húðarinnar og bæta endurnýjun hennar þannig að undirliggjandi fegurð kemur fram.
Notkunarleiðbeiningar
Notist kvölds og eða morgna á eftir rakavatni eða Micro Mousse undir krem.