Við einfaldlega elskum lituð dagkrem og þá sérstaklega á sumrin. Þau eru auðveld í notkun og gefa manni frísklegt og náttúrulegt útlit með því að næra og litaleiðrétta húðina. Origins GinZing SPF 40 litaða dagkremið hefur á undanförnum mánuðunum gjörsamlega rokið úr hillunum okkar og var því hin fullkomna vara í NEXT LEVEL Beautyboxið. Ef svona margir elska vöruna – þá þurfa enn fleiri að prófa hana.
Ginsen og kaffi = orkuskot
GinZing inniheldur Panaz Ginseng sem á sér yfir 7.000 ára sögu í kínverskri læknisfræði. Það er þekkt fyrir að koma jafnvægi á orku líkamans og einnig huga á sál. Ginseng eykur blóðflæðið í húðinni sem hjálpar húðinni í baráttu við fínar línur og hrukkur ásamt því að innihalda andoxandi efni og vera ríkt af B vítamíni. Ginseng er einnig bólgueyðandi, minnkar roða í húðinni og hjálpa henni að endurnýja sig. En ásamt því að inniheldur litaða rakakremið koffín sem fyllir húðina af lífi, sólarvörn sem verndar hana og bygg og hveitikím sem gefa henni raka.
GinZing er hvítt þegar það kemur úr túpunni en þegar það er borið á húðina springa litaperlurnar og aðlaga sig að húðtóninum þínum. Við mælum með því að draga litaða rakakremið vel niður á háls til þess að jafna út húðtóninn. GinZing er hin fullkomna sumarvara og með því að para hana með smá hyljara (ef þér finnst þú þurfa), kinnalit og/eða sólarpúðri og maskara þá ertu komin með einstaklega ferska og sumarlega förðun.
Í næstu sýnikennslunni okkar sem kemur út síðar í vikunni ætlum við að sýna ykkur hversu dásamlega fallegt litaða rakakremið er, svo fylgist vel með.
GinZing línan hefur slegið í gegn
GinZing línan frá Origins hefur heldur betur slegið í gegn hjá okkur og eru öll 3 rakakremin, GinZing Ultra Hydrating, GinSing Gelið og GinZing Tinted Moisturizer á top 5 listanum okkar yfir mest seldu rakakremin okkar og ásamt því situr augnkremið og rakaspreyið í línunni í fyrsta sæti í sínum listum. Þessi orkuríka lína er því klárlega NEXT LEVEL og elskuð af mörgum.
Vörurnar frá Origins eru náttúrulegar og framleiddar án parabena, phthalates, propylene glycol, mineral olía, PABA, peetrolatum, parrafin og DEA.