Plump It! Volumising Lip Plumper
Plump it! Volumising Lip Plumper er frábær kostur fyrir þá sem vilja stinnari og stærri varir án fylliefna. Lip Plumper ertir varirnar og gefur þannig samstundis stærri og þrýstnari varir sem endast í allt að 12 klst. Inniheldur VBE sem framkallar hitatilfinningu og örlítinn náladofa í vörum á meðan virku efnin smjúga inn í svitaholurnar til þess að auka blóðrásina sem leiðir til þess að varirnar verða stinnari og fá betri fyllingu. Mött áferð. Til að fá sem bestan árangur er mælt með að nota Hyaluronic Lip Plumper eða Volumising Lip Oil yfir.
Hvað er Plump it! Volumising Lip Plumper?
Fáðu stærri varir á augabragði sem vara í allt að 12 klukkustundir! Plump It er hin fullkomna leið til að fá ýktari varir án þess að fá varanlega fyllingu.
Afhverju elskum við Plump It! Volumising Lip Plumper?
- Endist í allt að 12 klukkustundir með sýnilega ýktari og þrútnari vörum
- Stækkar varirnar á náttúrulegan hátt
- Þú stjórnar stærðinni á vörunum – 3 smellir fyrir mikla fyllingu, 1 smellur fyrir minni
- Dregur sig inn í varirnar, best að nota Hyaluronic Lip Plumper samhliða
Hvernig virkar Plump It! Volumising Lip Plumper?
Volumising Lip Plumper inniheldur náttúruleg virk efni ásamt VBE sem framkallar hitatilfinningu og örlítinn náladofa í vörum á meðan virku efnin smjúga inn í svitaholurnar til þess að auka blóðrásina sem leiðir til þess að varirnar verða stinnari og fá betri fyllingu. Þú ættir að finna fyrir náladofa tilfinningu innan 20 sekúndna til 2 mínútna frá því að Plump It er borið á varirnar.
Hvernig skal nota Plump It! Volumising Lip Plumper?
Smelltu á hnappinn sem er undir vörunni 1-3 sinnum og berðu vandlega á varirnar. Við fyrstu notkun gæti þurft að ýta nokkrum sinnum á hnappinn þar til serumið birtist. Einn smellur sýnir góðan árangur og 3 smellir fyrir áberandi mikla fyllingu. Má nota eins oft og vilji er yfir daginn.
Eru Plump It! Volumising Lip Plumper öruggt?
Já, Volumising Lip Plumper er klínískt rannsakað og hannað til að bæta inn í þína daglegu rútínu eða við tilefni sem þér finnst hentug.
Hvað vara áhrifin lengi?
Náttúrulegu virku efnin endast á vörunum í allt að 12 klukkustundir. Þó skal hafa í huga að eins og með allar vörur eru áhrif einstaklingsbundin. Við mælum með að prófa sig áfram, í magni og hversu oft.
Er vont að nota Plump It! Volumising Lip Plumper?
Þú ættir að finna fyrir hitatilfinningu og örlitlum náladofa í vörunum á meðan virku efnin eru smjúga inn í svitaholurnar en það jafnvar sig fljótt og skilur eftir sig stinnari varir á örfáum mínútum. Ef að þú ert viðkvæm/ur þá skal bera þunnt lag af varasalva á undan Plump It.
Er Plump it! Volumising Lip Plumper gloss?
Volumising Lip Plumper virkar ekki eins og hefðbundinn vara gloss sem við eflaust öll þekkjum. Plump It er alveg glært serum sem smýgur auðveldlega inn í varirnar og gerir þær tilbúnar fyrir þig að bæta við þínum uppáhalds gloss eða varalit yfir. Plump It er vatnsbundið sem gerir það að verkum að varirnar verða ekki klístraðar. Við mælum með að nota Plump It með viðbættu Hýalúronsýru og kollageni sem gefur vörunum hinn fullkomna raka og glans.
Má nota Plump It! Volumising Lip Plumper ef maður er með varafyllingar?
Já það má, varan virkar jafn vel yfir fyllingarnar. Við mælum þó með að láta góðan tíma líða frá síðustu fyllingu þar til sárin eru alveg gróin svo efnið leiti ekki inn í sárin. Að auki mælum við með að hafa samráð við þinn lækni áður en notað er Plump It yfir varanlega fyllingu í vörum.
Er Plump It! vörurnar vegan?
Já, báðar vörurnar eru vegan. Þær innihalda engin efni unnin úr dýraafurðum. Plump It vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.
Má nota Plump It! vörurnar á meðgöngu eða með barn á brjósti?
Við mælum EKKI með að nota Plump It! vörurnar á meðgöngu eða með barn á brjósti. Einfaldlega vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku.
Notkunarleiðbeiningar
Smelltu á hnappinn til að skammta og sjáðu serumið rísa upp úr oddinum. Notaðu oddinn til að nudda seruminu á varirnar. Þegar þú færð plumperinn þinn fyrst gæti þurft að smella nokkrum sinnum á hann til að pumpa seruminu upp.
Þú stjórnar magninu, 3 smellir fyrir mikla fyllingu, 1 fyrir minni.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.