Vörulýsing
Cleansing Milk 75ml er silkimjúkt og fljótvirkt hreinsikrem fyrir allar húðgerðir. Það leysir vel upp farða og önnur óhreinindi sem sitja á yfirborði húðar eftir daginn.
Creamy Soap 75ml andlitssápa sem hentar fyrir venjulega og blandaða húð. Hún verður að þéttri og mjúkri froðu sem fjarlægir bakteríur, svita og dauðar húðfrumur.
Sponge Chef er afar mjúkur svampklútur sem SENSAI þróaði sérstaklega til að hreinsa burt húðhreinsivörur án þess að valda álagi á húðina.
Notkunarleiðbeiningar
Cleansing Milk (þrep 1) er borin á þurra húðina á kvöldin til að þrífa af farða og mengun og er svo tekin af með vatni.
Creamy Soap (þrep 2) er notuð á eftir þrepi 1 á kvöldin til að klára að hreinsa húðina og aftur að morgni. Sápan er þeytt upp með vatni til að mynda þétta froðu.
Sponge Chef er bleyttur upp með vatni og notaður til að strjúka hreinsivörurnar af húðinni. Eftir notkun er klúturinn látinn þorna svo hann harðni þá þrífast ekki í honum bakteríur. Þegar klúturinn er bleyttur upp aftur með vatni endurheimtir hann mýkt sína og er tilbúinn til notkunar. Hægt er að þrífa klútinn með því að skola hann úr sápunni í þrepi 2 eða í þvottavél við 40°C.