Vörulýsing
Þetta fjölvirka serum gerir húðina tærari þegar við fyrstu notkun.
Blandan, sem inniheldur C-vítamín og 5% Retexturising Complex, mýkir strax húðina og dregur smám saman úr sýnileika svitahola.
Serumið inniheldur 5% Retexturizing Complex – sem er blanda af kjarna úr grænum kaffibaunum og AHA/BHA – hjálpar þér að efla náttúrulega ensímvirkni húðarinnar og hraða endurnýjun frumnanna,
en þannig verður húðin sléttari og svitaholur minna sýnilegar. Þessi fljótvirka formúla með öflugum C-vítamínum gerir húðina tæra eftir fyrstu notkun, en hýalúrónsýra veitir húðinni raka.
Notkunarleiðbeiningar
Notist kvölds og morgna, á hreina húð. Smá dofi í húðinni eða lítilsháttar flögnun eru alveg eðlileg og ættu ekki að valda áhyggjum:
• 5% Retexturizing Complex blandan okkar skiptir nærfærnislega út frumunum á yfirborði húðarinnar og örvar frumuskipti.
Þegar varan virkjar húðina getur húðin flagnað lítillega. Þetta eru dauðar húðfrumur sem bindast vörunni og losna af, til að húðin verði sléttari og meira geislandi.
• Hægt er að minnka flögnunina með því að bera serumið á húðina með léttum fingrahreyfingum (ekki nudda).
• Ekki bera rakakrem á fyrr en húðin er alveg þurr og húðin hefur dregið serumið alveg í sig.
Flagnaðar húðfrumur er auðvelt að bursta af húðinni með fingurgómunum.
Ef vart verður við ertingu í húðinni, og ef ertingin er viðvarandi, skaltu hætta notkun vörunnar og hafa samband við lækni.
Forðastu svæðið kringum augun, augabrúnirnar og hársrótina.
Notaðu sólarvörn og forðastu að vera úti í sólinni á meðan varan er notuð og í viku á eftir.
Meira um Origins
Vörurnar frá Origins eru náttúrulegar og framleiddar án parabena, phthalates, propylene glycol, mineral olía, PABA, peetrolatum, parrafin og DEA.
Þær innihalda hágæða plöntur og innihaldsefni frá jörðinni og hafinu sem eru blönduð með öruggum, hreinum aðferðum sem styðjast við háþróaða tækni og vísindi.
Vörurnar frá Origins eru framleiddar úr sjálfbærum hráefnum, með vindorku og vistvænum framleiðsluaðferðum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.