Vörulýsing
Ríkulegt og endurnærandi andlitskrem með virkni C-vítamíns og mjólkursýru til að auka upptöku og áhrif formúlunnar, veita djúpa rakagjöf og sjáanlega umbreyta þurri og dauflegri húð.
Þetta andlitskrem bætir ásýnd fínna lína, hrukkna og eykur mýkt húðarinnar.
Hentar öllum húðgerðum og er sérlega gott fyrir þurrar og viðkvæmar húðgerðir.
Lykilefni:
3-O-Etýl askorbínsýra
Áhrifaríkasta stöðuga form C-vítamíns en það viðheldur súrum eiginleikum sínum til að ganga djúpt inn í húðina. Það vinnur bæði á vatns- og fitulögum húðfrumunnar til að lágmarka og koma í veg fyrir litamisfellur, fínar línur og hrukkur.
Mjólkursýra
AHA-sýra sem eykur upptöku húðarinnar á húðvörunni og virkni hennar, örvar endurnýjun húðfrumna, eykur rakastig og hjálpar við að gera við og vernda yfirborð húðarinnar með því að óvirkja sindurefni.
Níasínamíð
Þetta olíulausa lípíð er unnið úr sykurreyr og finnst náttúrulega í líkamanum en það veitir yfirborði húðarinnar aukna mýkt, endurnýjar og styrkir rakalag húðarinnar og kemur í veg fyrir rakatap. Sameindabygging þess líkir eftir náttúrulegum hluta húðfitu sem gerir níasínamíði kleift að ganga algjörlega inn í húðina án þess að stífla svitaholur.
Virkni klínískt sönnuð til að:
Bæta sjáanlega ásýnd hrukkna eftir 2 vikur.
Jafna húðtón samstundis og eftir 2 vikur.
Samstundis bæta ásýnd og áferð húðarinnar og jafna húðtón.
Í ánægjukönnun:
100% sáu bætingu á ásýnd fínna lína og hrukkna.
89% sáu bjartari húð eftir 2 vikur.
Notkunarleiðbeiningar:
Til notkunar kvölds og morgna. Nuddaðu kreminu á hreina, þurra húðina.
Fyrir hámarksárangur skaltu bera kremið á húðina á eftir Dr. Dennis Gross Skincare®-sýrumeðferð og serumi.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.