Vörulýsing
Fyrsta skrefið í Anti-Blemish Solutions-húðumhirðukerfinu frá Clinique.
Mild og bakteríudrepandi froða sem hreinsar og kemur í veg fyrir fílapensla, bólur og óhreinindi.
Fjarlægir óhreinindi og heldur aftur af olíumyndun. Hreinsar svitaholurnar og róar húðina samstundis. Lágmarkar og meðhöndlar bólur.
Notkunarleiðbeiningar
Pumpaðu 2–3 sinnum. Nuddaðu létt með fingrunum á raka húð.
Forðastu augnsvæðið. Skolaðu af með vatni. Notaðu kvölds og morgna.
Til að viðhalda árangrinum skaltu halda áfram að nota vöruna eftir að óhreinindin eru farin.
Notaðu því næst Anti-Blemish Solutions Clarifying Lotion og Anti-Blemish Solutions All-Over Clearing Treatment, sem eru olíulausar vörur.
Ekki nota vöruna ef vart verður við ertingu eða þurrk.