Vörulýsing
Vinsælasti farðahreinsirinn frá Clinique. Tekur í burtu allan farða áreynslulaust. Tekur einnig vantshelda maskara og förðunarvörur sem hannaðar eru til að endast vel á húðinni og erfitt getur reynst að ná af með venjulegum farðahreinsi. Formúlan ertir ekki húðina.
Notkunarleiðbeiningar
Hristist vel fyrir notkun. Vættu bómullarskífu með farðahreinsinum. Hreinsaðu hvort auga fyrir sig. Berðu á augnsvæðið, haltu bómullarskífunni upp við svæðið í nokkrar sekúndur og þerraðu því næst með niðurvísandi hreyfingum. Endurtaktu með annarri bómullarskífu, ef þörf krefur. Notaðu aðra bómullarskífu eða blautklút til að fjarlægja varalit. Skolaðu með köldu vatni.