Rakamaskinn sem bjargar húðinni

Jæja nú er kominn tími til að fara almennilega í gegn um vörurnar sem voru í Rakabombu boxinu okkar og langar okkur að byrja á Origins Drink Up Intensive næturmaskanum sem að hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá okkur.

Gleðin var mikil þegar Drink Up maskinn var staðfestur í boxið enda hefur hann verið í uppáhaldi hjá okkur mæðgunum frá því að við prófuðum hann fyrst og erum við báðar á þriðju túpunni okkar á þessu ári sem Origins hefur verið í sölu hjá okkur. Það virðast fleiri vera sammála okkar enda er hann 12 mest selda varan okkar frá upphafi!

Maskinn er ótrúlega næringarríkur fyrir húðina og inniheldur hann avocado olíu, jökulvatn frá Swiss, japanskt sjávarþang og hyaluronic sýru ásamt því að vera ríkur af A og E vítamínum og andoxunarefnum. Er hann því sannkölluð rakabomba sem að gefur þurri húð raka í 72 klukkustundir.

Maskinn er borinn á andlit og háls eftir andlitsþvott að kvöldi til. Ef þú notar serum eða aðrar húðvörur eru þær bornar á fyrst og maskinn settur síðast á húðina. Maskinn er ekki þveginn af heldur sefur þú með hann og vaknar með rakafulla og dásamlega mjúka húð. Mikilvægt er þó að muna að þvo húðina morguninn eftir, eins og alla morgna. Einnig er hægt að nota maskann á þurra bletti á líkamanum svo sem olnboga og hné og er t.d. tilvalið að gera það daginn áður en maður ber á sig brúnkukrem til þess að koma í veg fyrir að maður verði flekkóttur á þurrum blettum.

Mælt er með að nota maskann 2x í viku en það má nota hann á hverjum degi ef þú vilt. Við mælum sérstaklega með maskanum fyrir þurra húð sem á til að flagna og þær sem eru að nota húðvörur eins og t.d. retinol til þess að sporna við öldrun húðarinnar (kannski ekki endilega fyrir þær sem nota Retinol við bólum).

Við megum til með að nefna systur maska Drink up Over night en það er Drink UP Intensive 10 mínútna maskinn sem inniheldur apríkósu olíu og er hannaður til þess að gefa húðinni rakaskot á 10 mínútum og er því fullkominn til að grípa í þegar neyðin er mikil og tíminn stuttur eða til þess að nota fyrir sérstök tilefni.

Vörurnar frá Origins eru náttúrulegar og framleiddar án parabena, phthalates, propylene glycol, mineral olía, PABA, peetrolatum, parrafin og DEA.

Og já til að svara algengustu spurningunni okkar þessa dagana 😊 við stefnum á að setja næsta Beautybox í forsölu í byrjun desember.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *