Ethique – byltingarkennt merki í kubbaformi – sem virkar!

Ef það er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera með Beautyboxunum okkar þá er það að kynna ykkur fyrir nýjum merkjum og leyfa ykkur að prófa vörur sem eru byltingarkenndar og öðruvísi. Við vorum því einstaklega ánægð þegar nýsjálenska merkið Ethique vildi vera í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar.

Ég viðurkenni það fúslega að upp til þessa hef ég kannski ekki verið sú fyrsta til þess að „fórna“ hárinu fyrir málstaðinn og þá sérstaklega ekki því ég er vön að fá dramatískan ljónamakka af nær 80% af þeim hárvörum sem ég hef prófað. En eftir að hafa lesið um Ethique og prófað vörurnar er ég algjörlega seld. Vörurnar bera alla þá eiginleika sem ég vil fá úr sjampói og hárnæringu – hárið mitt er hreint, ekki feitt, né þungt og flatt og heldur ekki úfið.

Hvað er það sem gerir Ethique vörurnar einstakar

Ethique er margverðlaunað snyrtivörumerki sem leggur alla áherslu á vera umhverfisvænt og framleiðir vörur í föstu formi án þess að nota plast – en þó án þess að tapa gæðunum.

Aðal innihaldsefni í venjulegi sjampói og hárnæringu er vatn. Í venjulegri flösku af sjampói er vatnið oft 75% af vörunni og allt að 90% í hárnæringunni. Að mati Ethique er það algjör óþarfi því við erum hvort eð er að nota vatn í sturtunni – svo hví ekki að aðskilja innihaldsefnin og nota vatnið í sturtunni í staðin og í leiðinni spara plastið. Svo þó að kubburinn virðist lítill þá er hann ótrúlega öflugur. Full stærð af Ethique sjampói jafngildir þremur 350ml sjampóbrúsum og full stærð af Ethique hárnæringu jafngildir fimm 350ml hárnæringarbrúsum og ef þeir eru notaðir rétt þá endast þeir ótrúlega vel.

Það sem gerir sjampóstykkin þeirra betri önnur sjampóstykki á markaði er að þau eru einfaldlega bara sjampó nema í föstu formi, á meðan mörg önnur sjampóstykki eru einfaldlega bara sápur sem að skilja eftir sig vaxkennda áferð. Önnur merki mæla með því að þvo hárið upp úr vinegar 1x í mánuði til þess að þrífa uppsafnaða vax áferð úr hárinu, en það er ekki raunin með Ethique – það er einfaldlega bara sjampó – vatnið.

Sjampóið inniheldur ekki SLS en þau freyða samt dásamlega sem mér þykir mikill plús. Eina undantekningin á því er Tone it Down fjólubláa sjampóið en ótrúlegt en satt truflaði það mig ekki því hárið varð ótrúlega fallegt eftir það. Hárnæringarnar eru mjúkar og drjúgar og skilja hárið eftir silkimjúkt en þó ekki þungt og flatt. Og það sem mér fannst magnað er að þó svo ég láti hárið þorna sjálft þá verður það ekki úfið.

Fyrir hvað setndur Ethique?

Ethique leggur alla áherslu á að vörurnar séu náttúrulegar, vegan, cruelty free og 100% plastlausar. Þær innihalda sem dæmi ekki SLS, paraben, phtalates, dimethicone, mineral né pálmaolíu. En ásamt því eru hráefnin sjálfbær (því er plantað aftur sem var uppskorið) og versluð beint af býli til þess að styðja við bændur og gefa til lítilla samfélaga. Við eigum varla orð yfir það hvað fyrirtækið er flott á alla vegu.

Ethique Í Next Level Beautyboxinu

Lúxusprufurnar sem voru í boxinu

Í NEXT LEVEL Beautyboxinu okkar var gjafapakkning af Pinkalicious sjampókubbnum og Wonderbar hárnæringarkubbnum og áður en þið hoppið inn í sturtuna og nuddið sjampóinu á milli handanna ykkar og skiljið ekki af hverju það freyðir ekki eða eyðist of fljótt þá mælum við með því að horfa á eftirfarandi myndbönd.

Eins og þið sjáið er mikilvægt að nudda bæði sjampóinu og hárnæringunni beint í hárið en ekki bara á milli handanna. Til þess að fá sem mest úr kubbunum mælum við með að láta þá aldrei liggja undir rennandi vatni nema aðeins í byrjun til þess að bleyta í þeim.

Ethique er einnig með úrval af andlits og líkamssápum ásamt svitalyktareyði sem er laus við ál. Við mælum svo sannarlega með þessari byltingu og hlökkum til að heyra hvernig ykkur líkar við merkið.

Aðrar Ethique vörur

Texti: Íris Björk Reynisdóttir

Myndir: Ingunn Sig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *