Vörulýsing
Lagaðu viðkvæmar, klofnar neglur og sprungin naglabönd fljótt og vel Hresstu við veikar neglur og sprungin naglabönd. Þó að lakk hylji neglurnar mun flögnun og brot enn eiga sér stað ef þurrar, veikar eða sprungnar neglur og naglabönd fá ekki næringu.Kynntu þér „Care pakkana“ frá Nailberry sem innihalda margverðlaunuðum nagla- og naglabanda næringarnar okkar. Hlaðnar af andoxunarefnum, vítamínum og amínósýrum eru næringarnar okkar þróaðar til að takast á við öll vandamál sem herja á neglur og naglabönd, hratt og örugglega.
Þurrar, skemmdar neglur. Styrkt með andoxunarefnum Acai berja, E-vítamíni ásamt amínósýrum, Argan og Baobab olíum, Acai Nail Elixir er okkar mest selda 5 í 1 undirlakk og nagla meðferð. Undirlakk sem dregur úr brotum, nærir neglurnar, eykur vöxt og styrk. Acai Nail Elixir hefur unnið til fjölda verðlauna og fengið gríðarlegan fjölda fimm stjörnu dóma frá viðskiptavinum.
Til að ná sem bestum árangri: Berðu eina umferð á neglurnar þrisvar sinnum á þriggja daga fresti eða í samtals níu daga, fjarlægðu síðan og endurtaktu. Ráðlegging Sonju eiganda Nailberry: Klipptu mjög skemmdar neglur mjög stuttar í stað þessa að þjala þær. Að hressa við skemmdar neglur tekur yfirleitt ekki langan tíma og að halda þeim stuttum mun hraða batanum þegar þú ert að nota næringarefnin okkar.
Sprungin naglabönd. Ekki gleyma… Þegar þú vilt fjarlægja og endurtaka nagladekrið eða skipta um Nailberry lit, notaðu alltaf acetone-lausa lakkhreinsi, eins og Clean. Hreinsiefni sem innihalda acetone geta verið mjög þurrkandi og ertandi fyrir neglurnar og naglaböndin. Clean byggist á jafnvægi lífrænna leysiefna sem fjarlægja lakk fljótt og vel án þess að erta eða þurrka. Þess i stað nærir og endurlífgar Clean nöglina og aðliggjandi húð með flókinni blöndu náttúrulegra innihaldsefna og Muscat Rose Tree olíu.
Notkunarleiðbeiningar
CLEAN – Naglalakkahreinsirinn frá Nailberry fjarlægir lakkið auðveldlega án þess að þurrka upp neglurnar og naglaböndin. Hreinsirinn innniheldur Múskat rós olíu sem er rík af fitusýrum, verndar, veitir raka og AHA sýrur sem hreinsa í burtu dauðar húðfrumur, styrkir neglurnar og naglaböndin ásamt því að hjálpa til við endurnýjum og styrkingu. Inniheldur AHA sýrur og Múskat rós olíu og er án acentone og parabena. Varan er VEGAN.
ACAI NAIL ELIXIR er einstök og margverðlaunuð vara sem sameinar í einni flösku 5 meðferðir sem allar hjálpa þér að gera neglurnar sterkari og heilbrigðari. Hún inniheldur nærandi olíur og virk andoxunarefni sem græða og endurnýja þurrar og illa farnar neglur. Þessi magnaða hráefnablanda er að sjálfsögðu cruelty free, vegan, laus við 12 skaðlegustu eiturefnin og hleypir raka og súrefni í gegn eins og öll naglalökkin frá Nailberry.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.