Einstaklega þægilegur og þyngdarlaus varalitur sem notast við „Stretch-Flex“-tækni til að veita langvarandi lit og raka allan daginn með fullkominni satínáferð.
Hinn fullkomni samruni listar og vísinda. Þessi einstaklega þægilega og þyngdarlausa formúla umvefur varirnar í langvarandi lit og 24-tíma raka með satínáferð. Nýstárleg „Stretch-Flex“-tækni virkar eins og önnur húð til að skapa sveigjanlegt lag af lit sem sveipar varirnar í langvarandi lit og hámarks vellíðan. Þessi nærandi formúla býr yfir 68% af húðbætandi innihaldsefnum á borð við benibanaolíu sem nærir varirnar og gerir þær sléttari og rakafylltar. Formúlan kemur í 15 ríkulegum litatónum með nöfnum sem innblásin eru af tækniöldinni sem við lifum á og langvarandi ástríðu Shiseido fyrir vísindum og nýsköpun. Full þekja. Satínáferð. Langvarandi litur. Rakagjöf allan daginn. Prófað af húðlæknum.*
Notkunarleiðbeiningar
Berðu beint á varirnar. Notaðu skáskorinn odd varalitarinar til að móta útlínur varanna. Þú munt strax sjá litaáhrifin.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.