Vörulýsing
Leyndarmálið á bak við eilífa fegurð. Sjáðu hvernig húðin í kringum augun byrjar að ljóma með þessu mjúka, frískandi augnkremi. Með háþróaðri Ultimate Lift-tækni og öflugri, endurbyggjandi meðferð fyrir viðkvæm svæði í kringum augun. Húðin fær verulega lyftingu og verður stinnari viðkomu – fær kraft sem um munar til að vinna gegn sýnilegum öldrunarmerkjum. Dregur úr sýnileika húðhola. Lýsir dökka bauga.
SANNREYND VIRKNI
Eftir viku: Minni þroti í kringum augun. E
ftir fjórar vikur: Viðkvæma húðin næst augunum verður stinnari viðkomu. Dökkir baugar og línur undir augunum minnka.
Æskubjört útgeislun augnanna er endurheimt.
ENSÍAN FRÁ HIMALAYA: Blómið ensían hefur einstaka eiginleika sem gera því kleift að dafna í harðbýlu og köldu umhverfi Himalayafjalla.
Blómið hefur sérstaka endurbyggjandi eiginleika og getur vaxið í næringarsnauðum jarðvegi í mjög mikilli hæð, útsett fyrir skaðlegum UV-geislum og frosthörkum. Þegar stilkur blómsins verður dökkrauður er hægt að tína það. Það er gert með handafli. Með því að nota afar sérhæfðar vinnsluaðferðir er hægt að einangra kjarna blómsins og nýta orku þess í Re-Nutriv. Þannig fáum við magnaðan, kraftmikinn og endurbyggjandi kjarna sem vekur til lífsins náttúrulegar viðbragðsleiðir húðarinnar. Húðin endurheimtir unglegan ljóma sinn og getur betur varist öldrunarmerkjum til lengri tíma.
Re-Nutriv. Fylltu lífið af einstakri fegurð.
Notkunarleiðbeiningar
Notaðu kvölds og morgna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.