Vörulýsing
Andlitsserum sem ríkt er af andoxunarefnum og öflugu C-vítamíni í 15% styrkleika auk mjólkursýru til að auka upptöku og virkni formúlunnar.
Þannig bætir serumið sjáanlega ásýnd litamisfellna, ójafnan húðtón, teygjanleika og þéttleika húðarinnar auk þess sem það dregur úr ásýnd fínna lína, hrukkna og gerir yfirbragð húðarinnar líflegra.
Þetta serum hentar öllum húðgerðum.
Lykilefni:
L-Askorbínsýra
Ávaxtasýra fengin úr ávöxtum og grænmeti en askorbínsýra er hreinasta formið af C-vítamíni. Þetta öfluga andoxunarefni verndar og gerir við húðfrumur auk þess að örva kollagenframleiðslu sem leiðir af sér þéttari húð. C-vítamín hlutleysir einnig sindurefni og getur að auki lagfært skemmdir sem þau kunna að valda.
Mjólkursýra
AHA-sýra sem eykur upptöku húðarinnar á húðvörunni og virkni hennar, örvar endurnýjun húðfrumna, eykur rakastig og hjálpar við að gera við og vernda yfirborð húðarinnar með því að óvirkja sindurefni.
Alfa-tókóferól
Hreint E-vítamín sem finnst náttúrulega í möndlum, jarðhnetum og safflúr en það er mest fituleysanlegasta andoxunarefnið í húð manna.
Þetta efni er bólgueyðandi með ljósverndandi eiginleikum, hreinsar sindurefni sem útfjólubláir geislar valda til að vernda frumuhimnur,
dregur í sig útfjólubláa orku og hamlar niðurbrot lípíða af völdum útfjólublárra geisla.
Alfa-tókóferól er endurmyndað af og vinnur með hinu vatnsleysanlega andoxunarefni l-askorbínsýru til að hreinsa burt ýmsar gerðir sindurefna.
Virkni klínískt sönnuð eftir 12 vikur til að:
Draga úr ásýnd fínna lína og hrukkna.
Sjáanlega bæta slappleika og áferð húðarinnar.
85% þátttakenda sáu betrumbætingu sólarskemmda á húðinni eftir 4 vikur.
Notkunarleiðbeiningar:
Einu sinni á dag skaltu bera 4-6 dropa yfir hreina húðina.
Serumið kann að valda sviða þar til húðin hefur vanist því.
Fyrir hámarksárangur skaltu bera serumið á húðina á eftir Dr. Dennis Gross Skincare®-sýrumeðferð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.