Andlitsmaski í tveimur skrefum þar sem geli og púðri er blandað saman, maskinn færir húðinni ákafa rakagjöf. Maskinn mótast að andlitinu og er bæði kælandi og rakagefandi meðferð sem gefur húðinni aukinn ljóma eftir eina notkun.
Fáðu mjúka og ljómandi húð á svo lítið sem 5 mínútum. Þurr og líflaus húð verður fyllri á ný og endurspeglar þinn innri ljóma. Formúlan er knúin áfram af sjávarþörungum og hýalúrónsýru en maskinn mótast að andliti þínu og breytist úr mjúku geli yfir í gúmmíkennda áferð. Á sama tíma og maskinn umbreytist, innsiglar hann vatn og rakagefandi eiginleika að húðinni. Þú einfaldlega lyftir maskanum svo af og sérð muninn.
Helstu innihaldsefni:
- Algin eru sjávarþörungar í læknisfræðilegum gæðaflokki sem búa yfir háu hlutfalli gulúróniksýru.
- Hýalúrónsýra er rakagefandi og heldur 1000x þyngd sinni af vatni. Veitir húðinni raka og gerir hana þrýstnari ásýndar.
- Magnesíum er náttúrulegt steinefni sem er nauðsynlegt fyrir heilsu húðar og líkama.
Í neytendarannsókn eftir 1 notkun:
- 97% þátttakenda voru því sammála að húðin væri rakameiri.
- 97% þátttakenda voru því sammála að húði liti út fyrir að vera rakameiri morguninn eftir.
Notkunarleiðbeiningar
Einu sinni í viku skaltu blanda Hyaluronic Cushion Gel (skref 1) við Activating Powder (skref 2) í skál. Notaðu meðfylgjandi spaða til að dreifa þykku lagi af formúlunni yfir hreina og þurra húðina – frá neðri hluta andlits og yfir á efri hluta þess með strokum upp á við. Forðastu augnsvæðið. Því þykkari og jafnari sem ásetningin er, því auðveldara verður að fjarlægja maskann af í heilu lagi. Maskinn mun setjast á 5-7 mínútum, en má vera á húðinni í allt að 15 mínútur fyrir hámarks rakagjöf. Til að fjarlægja hann skaltu lyfta honum af og þurrka burt leifarnar með rakri bómullarskífu, en óþarfi er að hreinsa húðina. Fylgdu þessu eftir með serumi og/eða rakakremi að eigin vali frá Dr. Dennis Gross Skincare™.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.