Töfrar Epsom saltsins

Það er fátt meira dekur en að fara í góða sturtu eða gott bað til þess að næra líkama og sál. Dr. Salts vörurnar komu til okkar fyrr á árinu og hafa heldur betur slegið í gegn enda eru þær frábærar og á frábæru verði. Okkur fannst því einstaklega skemmtilegt að hafa Dr. Salts Calming Therapy Shower Gelið í nýja Deluxe Beautyboxinu okkar, sérstaklega þegar aðal bað og dekurtímabilið er að renna í garð. Er eitthvað betra en dásamlega hlý og góð sturta eða bað í janúar og febrúarkuldanum?

Markmið Dr. Salts er að bjóða upp á lækningarmátt Epsom saltsins heima fyrir. Vörurnar þeirra eru pakkaðar af magnesíum og úrvals ilmkjarnaolíum sem næra huga og líkama. Allar vörurnar þeirra innihalda 100% Epsom salt og 100% náttúrulegar ilmkjarnaolíur.

Ávinningar Epsom Saltsins

Epsom salt er einnig þekkt sem magnesium súlfat og er samansett af magnesíum, brennisteini og súrefni. Þrátt fyrir nafnið, þá er Epsom salt algjörlega ólíkt hinu týpíska matarsalti en það dregur nafnið sitt aðallega af því hvernig kemíska blandan er uppbyggð. Svo það er alls ekki hægt að bera saman saltan mat og Epsom salt, svo ekki hafa áhyggjur af því að ef þú sért að byggja upp á saltbúskap líkamans með því að nota Epsom salt á líkamann . Áhrifin eru frekar öfug því Epsom saltið hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni og detoxa líkamann.

Epsom salt er ríkt af steinefninu magnesíum sem er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans. Magnesíum er sagt aðstoða okkur við góðan nætursvefn og streitu þar sem að hjálpar heilanum að framleiða taugaboðefni sem örva svefn og draga úr streitu. Epsom salt hefur einnig verið notað til þess að draga úr vöðvaþreytu og krömpum og hjálpa íþróttafólki að ná sér hraðar eftir æfingar. Epsom saltið er einnig sagt draga úr sársauka og bólgum í líkamanum.

Dr. Salts Calming Therapy Epsom Saltið sem leyndist í Deluxe Beautyboxinu inniheldur líka lavender, kamillu og sítrónugras ilmolíur sem hjálpa líkamanum enn frekar að slaka á, draga úr spennu bólgum og þreytueinkennum. En Dr. Salts bíður upp á fjórar mismunandi tegundir af sturtugelum og baðsöltum:

  1. Calming Therapy með Epsom salti, lavender, kamillu og sítrónugrasi til þess að róa líkama og huga og tryggja góðan nætursvefn.
  2. Muscle Therapy með Epsom Salti, tröllatré (eucalyptus) og engiferi til að hressa upp á þreytta og stífa vöðva, draga úr verkjum og þreytu.
  3. Post Workout Therapy með Epsom salti og svörtum pipar sem dregur úr álagi og spennu.
  4. Og Recharge Therapy með bleiku greipi sem efla huga og líkama og byggja upp jákvæðni og hamingju.

Gaman er að segja frá því að ein Beautybínan í hópnum okkar er mikill hlaupari sem á árinu fór sína fyrstu 100 km í Bakvarðarhlaupi Náttúruhlaupa. Hún er mikill aðdáandi Dr. Salts og finnst fátt betra en að nota Post Workout Therapy eða Muscle Therapy söltin í baðið eða pottinn eftir löng hlaup, ásamt sturtugelinu. Undirrituð er yfir sig hrifin af Muscle Therapy með tröllatré og engiferi og minnir sturtuferðin og ilmurinn af vörunum helst á fínustu spameðferð. Ef þú vilt upplifa extra dekur og detox þá mælum við með þurrburstunum frá Hydrea til þess að virkja sogæðakerfið og flæðið í líkamanum enn betur.

Dr. Salts Sturtugel

Dr. Salts Baðsölt

Hydrea Þurrburstar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *