Silkimjúk og rakanærð húð á meðan þú sefur

Við elskum að kynna fyrir ykkur ný merki í Beautyboxunum okkar og í Partý Prepp Beautyboxinu leyndist vara frá nýjasta húðvörumerkinu okkar Raybae.

Það er að mörgu að huga þegar maður tekur inn nýtt húðvörumerki og hvað þá merki sem er frekar nýlegt á markaði og frekar óþekkt. En við vorum ekki lengi að ákveða okkur eftir að við fengum sendan stóran pakka að utan og allir starfsmenn fengu að prófa þessar dásamlegu vörur. Þær einfaldlega slógu bara í gegn.

Collagen næturmaskinn er varan sem við féllum fyrst fyrir – og það er einróma álit hér hjá Beautybox að hann sé í algjörum sérflokki. Maskinn sameinar krafta vatnsrofiðs kollagens, peptíða og er fylltur með rakagefandi innihaldsefnum – sem veitir húðinni allt sem hún þarf til að blómsta á meðan þú sefur.

Hann hjálpar til við að auka alhliða þéttleika húðarinnar, teygjanleika og berst gegn litabreytingum. Peptíðin vinna saman að því að slétta fínar línur og hrukkur ásamt því að styðja við kollagen og elastín í húðinni. Vatnsrofið kollagenið, glýserín og squalane gefa húðinni raka og hafrar róa húðina.

Raybae var stofnað af ljósmyndaranum Ray Ablah árið 2021. Merkið var stofnað og framleitt í Bandaríkjunum, með mikla áherslu á umhverfisvæni – bæði í framleiðslu og pakkningum – en 99% af pakkingunum eru endurvinnanlegar og allar vörurnar eru framleiddar með lágmarkskolefnislosun, með því markmiði að minnka kolefnissporið.

Vörurnar frá Raybae eru vandaðar frá upphafi til enda – með hágæða innihaldsefnum, virkum formúlum og einstaklega fallegum umbúðum, sem bera virðingu fyrir umhverfinu.

Hreinar og náttúrulegar húðvörur þar sem móðir náttúra sameinar krafta sína fremstu vísindum.

Maskinn fer á hreina húð að kvöldi, og best er að nudda hann varlega en vel inn í húðina – á andlitið, undir hökuna og á hálsinn. Látið maskann vera á yfir nóttina og skolið svo af að morgni. Við mælum með að nota maskann 3-4 sinnum í viku, til skiptis við gott næturkrem.

Við mælum með að skoða þetta flotta merki, rakakremin eru dásamleg. 12% C vítamín serumið er milt en öflugt og retinol serumið inniheldur nýja og spennandi súpertegund af retinoli sem heitir Hydroxypinacolone Retinoate eða hýdroxýpínakólonretínóat.

raybae

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *