Shiseido í Beautyboxinu! – nýtt merki

Með Beautyboxinu fylgdu aldeilis skemmtilegar fréttir en Shiseido fæst nú á hjá okkur á Beautybox.is og í boxinu leyndist Shiseido ModernMatte Powder Lipstick lúxusprufa í litnum Coctail Hour eða Kitten Heel.

Shiseido er japanskt merki sem var fyrst stofnað árið 1872 af lyfjafræðingnum Arinobu Fukuhara. Saga Shiseido er einstaklega falleg og hvetjandi en stefna Shiseido var að búa til vörumerki fyrir hugsjónarkonur sem gengur á eftir draumunum sínum. Í dag er Shiseido ekki bara einstaklega fallegt og vandað vörumerki heldur er Shiseido keðjan sú 4 stærsta í heiminum og eiga þau ótrúlega mikið af fallegum vörumerkjum.

Við erum því ekkert smá spennt fyrir því að vera komin með merkið til okkar og eru förðunarvörurnar þeirra ekki bara svo fallegar og klassískar heldur svo ótrúlega góðar. Farðarnir þeirra eru einfaldlega frábærir, krem kinnalitirnir einir þeir bestu á markaðinum og varalitirnir einu orði sagt dásamlegir.

Í boxinu leyndist annað hvort liturinn Coctail Hour eða Kitten Heel

Fallegir og klassískir litir

Í boxinu leyndist einmitt ModernMatte Powder Lipstick í annað hvort litnum Coctail Hour eða Kitten Heel. Varalitirnir eru litsterkir, en mattir og endast allan daginn. Það besta við þá er að þeir renna ekki til, því hver hefur tíma til þess að hafa áhyggjur af því að varaliturinn sé farinn að renna í fínar línur sem annars sjást ekki.

Við mælu með því að skrúbba varirnar áður en mattur varalitur er borinn á. Það þarf ekki að vera flókið en rakur þvottapoki eða Face Halo virkar vel í það starf. Gott er líka að næra varirnar á undan (sérstaklega ef þær eru skrúbbaðar vel) og til þess að varaliturinn endist extra lengi og til þess að móta varirnar vel mælum við með að nota varablýant. Til þess er Shiseido LipLiner InkDuo Primer + Line fullkominn. En það er varanæring og varablýantur í sömu vörunni.

Coctail Hour

Kitten Heel

Þrátt fyrir að ModernMatte sé mattur, þá er hann samt sem áður rakagefandi og nærandi og þurrkar ekki varirnar heldur gefur þeim flauelsáferð. Hann endist líka einstaklega vel sem við kunnum að meta.

Við mælum svo sannarlega með því að þó svo það sé ekki mikið um að vera þessa dagana að þið setjið á ykkur varalit og dansið í stofunni heima. Við eigum það einfaldlega bara skilið.

Shiseido varir

5.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
5.300 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
-30%
Original price was: 5.470 kr..Current price is: 3.829 kr..
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
4.690 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
4.290 kr.4.450 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Texti: Íris Björk Reynisdóttir
Myndband: Agnes Guðmundsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *