Maskarinn frá Maybelline sem flaug upp á toppin

 Við höfum sjaldan séð vöru rjúka jafn hratt úr hillunum um leið og hann kom í sölu og Sky High maskarinn frá Maybelline sem leyndist í Goðsagna Beautyboxinu. Sky High gerði allt gjörsamlega vitlaust á TikTok árið 2021 þar sem hann var merktur á yfir 39 milljón myndböndum en einnig vann hann Allure Beautyverðlaunin árið 2021. Við erum ekki komnar með tölu á heimsvísu en í Bretlandi selst 1 Sky High maskari á hverjum 7 sekúndum! Því átti Sky High svo sannarlega heima í Goðsagna Beautyboxinu.

Við höfum áður skrifað um sögu Maybelline á blogginu okkar en það er alltaf gaman að segja frá því að árið 1915 bauðst Tomas Lyle Williams til að hjálpa systur sinni Maybel að ganga í augun á manni. Til þess bjó hann formúlu til þess að dekkja augnhárin. Hann notaði til þess tvö efni kol og vaselín (vaselin) en þaðan kemur nafnið á einu stærsta snyrtivörumerki heims Maybel(vase)line.

Sky High maskarinn gefur augnhárunum aukið umfang og ótrúlega lengd eftir aðeins eina umferð. Burstinn er hannaður til þess að sveigjast og ná til allra augnháranna og lyfta þeim hærra en þig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Formúlan er auðug af bambusþykkni og trefjum sem gefa augnhárunum löng og þétt augnhár – en þyngir þau ekki. Augnhárin verða þéttari, þykkari og lengri. Maskarinn er ofnæmisprófaður, olíulaus, nikkelfrír og öruggur fyrir viðkvæm augu.

Við vitum um marga sem kolféllu fyrir Lash Sensational maskaranum sem leyndist í Beautyboxinu fyrir ári síðan! en Sky High er smá eins og Lash Sensational á sterum – og er sjón söguríkari. Við mælum með því að kíkja á sýnikennsluna hér fyrir ofan til þess að sjá töfrana sem maskarinn kallar fram. Og svo er auðvitað er alltaf langbest að prófa maskara sjálfur til þess að sjá hvort maður fíli hann og er svo því dásamlegt að bjóða upp á hann í Goðsagna Beautyboxinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *