Kraftaverkaseiðið Advanced Night Repair í endurbættri útgáfu

Já við höfum oft spjallað um Advanced Night Repair áður, en það var einmitt í jólaboxinu okkar í fyrra. Þegar okkur bauðst að hafa það aftur í BÚST! Beautyboxinu þá hugsuðum við okkur 2x um því við viljum nú ekki hafa það að vana að endurtaka okkur. EN Advanced Night Repair er nú engin venjuleg vara – heldur vinsælasta serum í heiminum og hér er það í endurbættri útgáfu sem er einkaleyfisvarin til 2033. Við vitum að það eru margir spenntir að prófa það og við vitum líka að það eru margir smeykir við nýjar formúlur og því þótti okkur tilvalið að leyfa ykkur að prófa þessa tímalausu klassík í BÚST! Beautyboxinu okkar, því ef það er einhver vara sem gefur okkur BÚST! þá er það Advanced Night Repair.

Við viljum benda ykkur á að lesa bloggið okkar „Hvað er serum og til hvers er það notað?“ ef þið eruð enn óviss um hvað það er sem serum gerir. Við höfum líka áður fjallað um Advanced Night Repair og hvað það er sem gerir serumið einstakt og gerir það að verkum að það sé mest selda serum í heiminum í áratugi og mælum við með því að kíkja á bloggið okkar „Lífs elexírinn – Estée Lauder Advanced Night Repair“. En í þessu bloggi langar okkur að tala um hvernig Estée Lauder hefur bætt og breytt formúlunni á þessu frábæra serumi.

Síðustu árin hafa komið allskonar trend í snyrtivöru heiminum þar sem vörumerki dásama allskonar innihaldsefni og í raun og vöru selja vörur út frá þeim. Sem dæmi hafa margir örugglega heyrt mikið talað um um hýalúron sýrur, peptíð og þörunga síðustu árin. Nýjasta trendið sem þið komið örugglega til með að heyra allstaðar á næstu mánuðum eru svokallaðir góðgerlar eða probiotics eins og þeir kallast á ensku. Málið er að Advanced Night Repair hefur innihaldið öll þessi efni í mörg ár án þess að vera endilega að tala um þau á sama hátt og mörg önnur merki gera.

Það er því gaman að sjá hvernig markaðssetning á snyrtivörum hefur breyst að undanförnum árum. Viðskiptavinirnir eru klárari, vita hverju þeir eru að leita af og vilja ekki bara heyra þetta krem hefur yngjandi áhrif – heldur af hverju og hvers vegna. Því er gaman að benda á það að gömlu rótgrónu merkin innihalda nefnilega oft öll þessi frábæru innihadlsefni án þess að hafa verið að telja þau upp – en það er nú að breytast 😊. En að því sögðu þá er nú engin furða að Advanced Night Repair sé fremst í flokki seruma, því formúlan inniheldur öll þessi vinsælu innihaldsefni sem snyrtivöru aðdáendur leita eftir í dag. Ásamt því að vera laus við ilmefni, olíur og paraben.

Advanced Night Repair línan

Hvernig er formúlan breytt og bætt

Innihaldsefnin í nýju formúlunni eru nánast þau sömu en í gömlu formúlunni en röðin á innihaldsefnunum hefur breyst, það þýðir að sem dæmi að:

  • Það er meiri raki í formúlunni því hún inniheldur enn meira af hýalúron sýrum en hún gerði áður.Húðin fær enn meiri raka og fyllingu í 72 tíma!
  • Andoxandi áhrif formúlunnar eru sterkari
  • Formúlan styrkir húðina enn betur en hún inniheldur nú Adasonia Digitata Seed Extract sem eykur kollagen myndun í húðinni.
  • Formúlan er enn olíu laus!
    Hún kemur í gleri (loksins!) en ekki plasti.

Við erum hæstánægð með þessa breytingu, því hver vill ekki enn meiri raka og virkni. Við vonum innilega að ykkur líki vel við nýju formúluna.

Extra tip:

Setjið 1 dropa af Advanced Night Repair í farðann ykkar ef þið viljið gera hann meira ljómandi. Virkar einstaklega vel með Estée Lauder Double Wear. Einnig er hægt að setja örlítið í hyljara til að gera þá mýkri.

Hægt er að blanda Advanced Night Repair út í rakamaska og rakakrem fyrir extra raka og ljóma.

Estée Lauder jólagjafasettin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *