Camilla Rut x L'Oréal París

Camilla Rut er andlit L’Oréal Paris á Íslandi ❤️

Við fengum hana til að segja okkur hverjar uppáhalds vörurnar hennar eru og af hverju.

Infaillable more than a concealer

Þessi hyljari er nauðsynjavara í mína snyrtibuddu vegna þess að hann gefur mjög góða þekju án þess að vera of þungur á húðinni & heldur sér vel yfir allan daginn sérstaklega ef maður setur hyljarann með infaillable púðrinu.

True Match Eye Cream in a concealer

Fyrir léttari & ljómandi daga þá er þessi hyljari málið, hann er stútfullur af næringu & raka en gefur góða þekju á sama tíma

Skin Paradise Tinted Cream

Ég er öll í þessum pakka, eitthvað sem er fljótlegt & frískandi. Ég á það til að vakna frekar þrútin og þreytuleg (snakkkvöldin og; mömmulífið sjáðu til..)

Skin paradise er litað dagkrem með vatnskenndum grunni sem virkar eins og orkuskot fyrir húðina. Því finnst mér ekkert betra en að smella á mig Skin Paradise og blanda smá Glow Cherie við fyrir aukinn ljóma.

True match farðinn

Minn go to farði í góð 15 ár, hann klikkar aldrei enda mest seldi farðinn frá L’Oréal Paris. Ég kýs True Match farðann vegna þess hve ofboðslega léttur hann er á húðinni, svo gefur hann húðinni einfaldlega svo fallega og náttúrulega áferð.

Life’s A Peach Blush

Hinn fullkomni kinnalitur að mínu mati, hef ekki notað annað síðan ég kynntist þessum fyrir mörgum árum síðan ! Hann aðlagar sig að litarhafti hvers og eins
ásamt því að gefa húðinni frísklegt yfirbragð

Back to bronze sólarpúður

Hið fullkomna sólarpúður að mínu mati & hefur átt heima í snyrtibuddunni minni í þónokkuð mörg ár. En mér finnst liturinn dásamlegur, ekki of hlýr & ekki of kaldur heldur. Ég nota hann í að hlýja upp andlitið í „þristinn“ svo nota ég hann yfirleitt alltaf í smá skyggingu á augnlokið sem er gott tips fyrir fólk með hooded augnlok eins og ég – óþarfa að flækja þetta eitthvað frekar

Infaillable setting powder

Að setja hyljarann með lausu púðri er algjör lykill að því að förðunin haldist yfir allan daginn að mínu mati, ég er ekki alveg týpan sem nenni að ganga með alla snyrtibudduna á mér & þurfa að laga förðunina reglulega yfir daginn. Ég vil gleyma mér & nóta lífsins með fjölskyldunni minni – Infaillable setting púðrið er snilld í þessum efnum því það er laust & létt í sér, heldur öllu á sínum stað yfir allan daginn, er með litlum bláum litarögnum í sem núllar út þreytulega tóna í húðinni & frískar vel uppá litarhaftið

Shake & Glow mist

Það er nauðsynlegt að mínu mati að enda förðunina alltaf með góðu setting spreyi sem bræðir förðunina alla saman – Shake & glow mist gefur svo fallega & ljómandi áferð á förðunina.

Bambi vatnsheldur maskari

Ég er ekki með augnhár uppá marga fiska & þau láta alveg hafa fyrir sér sjáðu til.. en þau eru frekar stutt & vísa niður. Ef ég bretti þau & nota venjulegann maskara þá haldast þau ekki uppbrett heldur gefa sig strax. Eftir að hafa prófað öll trixin í bókinni þá komst ég uppá lagið með að nota vatnsheldann maskara sem heldur öllu uppbrettu, alltaf !

Bambi er ofboðslega léttur & þægilegur maskari sem getur verið látlaus en það er líka auðvelt að byggja hann upp fyrir dramatískara lúkk

Color riche 642

Hinn fullkomni hversdagslegi litur fyrir mig er 642, náttúrulegur & gefur vörunum svo fallegann glans – þessi á heima í öllum vösunum mínum.

Brow Artist Skinny Definer

Ég hef átt mín ótrúlegustu augabrúnatímbil eins og svo margir aðrir. Enda prófað mögulega alla flóruna í augabrúnavörum. Skinny Definer & Plump gelið er eitthvað sem ég er aldrei án í dag. Það er örmjór oddur á skinny definer blýantnum sem gerir manni kleift að teikna upp fallegar augabrúnir án miklar fyrirhafnar svo elska ég að nota burstann á hinum enda blýantsins til þess að fullkomna brúnirnar & greiða þær upp.

Brow Artist Set & Plump bæði glært og í lit

Ég fékk ekki góðar augabrúnir í fæðingargjöf, hárin oft leiðinleg og
ósamvinnuþýð en eftir að ég prófaði Brow Set & Plum augabrúnagelin þá breyttist leikurinn hjá mér. Mér finnst formúlan engri lík, enda eru trefjar í augabrúnagelinu sem gerir meira úr augabrúnahárunum sem ég er allavega mjög þakklát fyrir !

Aðrar uppáhalds vörur

Smelltu hér til að skoða allt frá L'Oréal París