Vörulýsing
Þessi silkimjúka formúla ljáir vörunum raka og næringu. Hún smýgur djúpt undir yfirborð varanna, beinir athyglinni að útlínum þeirra og veitir þeim náttúrulega fyllingu. Háþróuð formúlan er silkimjúk viðkomu en helst jafnframt á sínum stað. Njóttu þess að vera með þrýstnar og fallegar varir.
Dregur úr öldrunareinkennum
-Ásýnd fínna lína á og við varirnar verður mýkri.
-Svæðið umhverfis munninn verður fyllra.
-Varirnar verða þrýstnari
Notkunarleiðbeiningar
Notist á morgnana og á kvöldin, eða eftir þörfum.
- Settu viðeigandi magn (1 dælu) í lófann og berðu varlega á varirnar og svæðið umhverfis þær.
- Þrýstu létt á línurnar sem liggja frá nösum að munni með löngutöng og baugfingri í þrjár sekúndur.
- Nuddaðu svæðið umhverfis varirnar með löngutöng og baugfingri í þessari röð:
Nuddaðu með hringlaga hreyfingum (2-3 hringlaga hreyfingar) eins og sýnt er á myndinni og þrýstu svo létt á sömu staði í þrjár sekúndur á hvern.
A: Fyrir ofan varirnar
B: Fyrir neðan varirnar
C: Bæði munnvikin
* Sem viðbótarskref geturðu snúið vörunum inn á við þéttingsfast í nokkrar sekúndur, sleppt takinu og opnað munninn upp á gátt. Þetta teygir á vöðvunum í kringum varirnar.