Olíulaus og rakagefandi andlitshreinsir sem einnig fjarlægir vatnsheldan farða, óhreinindi og olíu á áhrifaríkan hátt án þess að þurrka húðina. Ofnæmisprófaður og hannaður fyrir viðkvæma húð.
Hyaluronic Marine™ Meltaway Cleanser er rakagefandi og léttur andlitshreinsir er fylltur hýalúrónsýru, sjávarþörungum, kiwi og aloe vera til að fjarlægja farða, sefa húðina og fyrirbyggja rakatap. Auðvelt að taka hann með sér hvert sem er svo þú getir upplifað hreina og ferska húð hvar sem þú ert – ekki þarf að hreinsa hann af. Húðin verður mjúk og rakameiri, aldrei stíf eða þurr. Ofnæmisprófaður og öruggur fyrir allar húðgerðir, jafnvel viðkvæma og þurra húð. Má nota í kringum augnsvæðið.
Helstu innihaldsefni:
- Hýalúrónsýra: Öflug rakabindandi sameind sem húðin býr þegar yfir til að viðhalda rakaforða sínum. Hýalúrónsýra heldur 1000x af þyngd sinni af vatni og hefur því mikil rakagefandi áhrif og gerir sléttir úr yfirborðslínum vegna þurrks.
- Sjávarþörungar: Ríkir af amínósýrum og B-vítamíni en það eykur teygjanleika húðarinnar og rakaforða hennar. Þeir hjálpa húðinni að styrkja verndarlag sig og búa yfir sefandi eiginleikum sem létta á þurri húð.
- Aloe vera: Þetta andoxunarefni hefur samstundis sefandi áhrif og býr yfir viðgerðareiginleikum með því að innsigla raka og ýta undir kollagenframleiðslu. Það býr til náttúrulegan verndarhjúp á húðinni, róar bólgur og léttir á ertingu sem þurr og skemmd húð kann að upplifa.
Í neytendarannsókn, samstundis eftir notkun:
- 100% af þátttakendum voru því sammála að húðin væri rakafyllt.
- 100% af þátttakendum voru því sammála að þessi andlitshreinsir væri mildur á húðinni.
- 96% af þátttakendum voru því sammála að húðin væri hrein án þess að hafa orðið fyrir rakatapi
Notkunarleiðbeiningar
Notist kvölds og morgna. Berðu andlitshreinsinn á þurra húðina með þurrum höndum, nuddaðu honum yfir andlitið þar til farði, óhreinindi og olía eru leyst upp. Fjarlægðu með örtrefjaklút eða bómullarskífu eða hreinsaðu hann af með vatni, viljir þú það frekar. Fylgdu þessu eftir með Alpha Beta® Daily Peel ásamt serumi og rakakremi að eigin vali frá Dr. Dennis Gross Skincare™
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.