Vörulýsing
AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution tekur mörg lög af húðinni fyrir bjartara og jafnara útlit. Með hjálp alfa-hýdroxýsýra (AHA), beta-hýdroxíðsýru (BHA) og afleiðu af Tasmanian pepperberry (e.) dregur það úr ertingu sem getur gerst við notkun sýra. Formúlan hjálpar einnig til við að jafna húðlit og hreinsa svitaholur.
ATH: Formúlan inniheldur mjög háan styrk af sýrum. Mælt er með því að nota vöruna ef húðin er ekki viðkvæm og vön sýrunotkun.
Ph-gildi af formúlunni er u.þ.b 3,6. Glýkólsýra, aðal AHA sýran sem notuð er í formúlunni, hefur pKa 3,6 og pKa er mikilvægasti þátturinn sem þarf að hafa í huga við samsetningu á sýrum. Þegar pKa er nálægt pH er kjörið jafnvægi á milli salts og sýrustigs, sem hámarkar virkni sýrunnar og dregur úr ertingu.
Við mælum með að nota ekki þessa formúlu í sömu meðferð og 100% níasínamíð duftið, formúlur sem innihalda peptíð eða 134 EUK serumið.
Notkunarleiðbeiningar
Notist á kvöldin, ekki oftar en tvisvar í viku. Notist á hreina og þurra húð. Berið formúluna jafnt yfir allt andlit og látið vöruna vera á í hámark 10 mínútur! Hreinsið af með volgu vatni og varist að formúlan berist í augu.
Athugið að þessi formúla inniheldur sýrur sem geta gert húðina viðkvæma fyrir sólarljósi og er hún því næmari fyrir bruna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.