Vörulýsing
Skref þrjú í sérsniðnu, þríþættu húðrútínunni okkar. Andlitskrem þróað af húðlæknum sem mýkir, sléttir og bætir húðina. Gefur húðinni fallegan ljóma.
Svona virkar þetta: Bráðsnjallt, gult rakakrem sem gefur raka allan daginn. Silkimjúkt við notkun, smýgur hratt í húðina. Hjálpar þér að styrkja náttúrulega rakavörn húðarinnar, þannig að húðin haldi betur raka. Húð sem heldur raka hefur unglegra yfirbragð og meiri ljóma. Galdurinn er í kerfinu. Byltingarkennda þríþætta húðrútínan okkar var þróuð af virtum húðlækni. Það er einfalt, sérsniðið og tekur aðeins þrjár mínútur tvisvar á dag: Hreinsaðu andlitið með Facial Soap, skrúbbaðu húðina með Clarifying Lotion og bættu við raka með Dramatically Different Moisturizing Lotion +, olíulausa gelinu eða létta gelinu. Þú finnur alltaf Clinique-húðvöru sem hentar einmitt þér.
Notkunarleiðbeiningar
Notaðu tvisvar á dag – kvölds og morgna. Berðu á andlit og háls eða þar sem þess er mest þörf. Hrein og skrúbbuð húð dregur betur í sig raka. Notaðu eftir skref 1 og 2 í þríþættu húðrútínunni okkar – þannig nærðu bestum árangri. Einstaklega drjúg vara. Dældu svolitlu af vörunni úr ílátinu og berðu á húðina þar sem hún er þurr.