Vörulýsing
Kjarni heilbrigðar húðar. Serum sem er innblásið af uppbyggingu sléttrar og sterkar húðar. Styrkt með þríþættri Kollagen tækni. Vinnur dýpra en kremin.
Þetta serum hefur nærandi en jafnframt mjúka áferð sem fer hratt inn í húðina og dregur sýnilega úr fíngerðum línum og hrukkum svo að húðin verður greinilega stinn, sterk og silkimjúk.
Byltingarkennd tækni frá SENSAI sem veitir aðgang að húðumhirðu gegn hrukkum. Þríþætta tæknin frá SENSAI er afurð 30 ára rannsókna og eina tæknin sem sameinar þrjá þætti til að styrkja náttúrulega virkni kollagens. Auk þess að örva niðurbrot á gömlu kollageni og nýmyndun á nýju kollageni veitir hún einnig vernd gegn skemmdum á kollageni.
Notkunarleiðbeiningar
Notist kvöld og morgna eftir rakavatni og undir krem.