Vörulýsing
LIFT FOCUS ESSENCE er viðbót við ,,Expert´´ línuna okkar og er hannað til að hjúpa húðina silkiþráðum, þétta hana og lyfta andlitsdráttunum. Serumið er borið á með upprunalegu nuddtækninni og loðir fullkomlega við húðina til að móta andlitsdrættina svo eftir er tekið með tafarlausri lyftingu. Andlitsdrættir skerpast og útkoman verður stórglæsileg.
Hresstu upp á útlitið og andann.
Lífsstíll, ytri streituvaldar og öldrun geta dregið úr okkur, bæði andlega og líkamlega. Þyngdaraflið og samspil fleiri þátta á borð við aukinn skjátíma geta unnið gegn hreyfanleika kinna og munns og dregið þannig úr svipbrigðum.
Nýja LIFT FOCUS ESSENCE-serumið lyftir og stinnir samstundis þegar það er borið á með upprunalegu nuddaðferðinni. Silkimjúkt serumið er hannað til að lyfta húðinni, aðlagast henni fullkomlega og upprunalega nuddaðferðin sér svo endanlega til þess að skerpa andlitsdrættina svo eftir sé tekið. Njóttu skarpara útlits og öðlastu betra sjálfstraust.
Lyftandi áhrif eftir 4 vikna notkun
85,5% kvenna sögðu andlitsdrættina skarpari.*
83,6% kvenna sögðu að húðin væri stinnari.*
92,7% kvenna sögðust vera jákvæðari.*
*Fengið úr neytendaprófun 55 kvenna eftir 4 vikna notkun. (Þýskaland/Ítalía)
Skuldbindingar okkar varðandi sjálfbærni:
Þessi vara er hluti að verkefni SENSAI í tengslum við sjálfbæran lúxus, sem er leið SENSAI til að virða náttúruna og auðlindir hennar og stuðla að betri framtíð.
– Glasið er að hluta til úr endurunnu gleri.
– Kassinn er úr FSC-vottuðu efni sem er að hluta til úr krömdum sykurreyr (bagasse) sem fellur til við ræktun sykurreyrs.
– Perilla-laufextrakt er unnið úr ilmríkum jurtum sem eru ræktaðar á býlum sem viðhafa endurvinnslu og endurnýtingu.
Notkunarleiðbeiningar
1. Strjúkið upp eftir kjálkalínunni og þrýstið á hálsinn aftan við eyrnasneplana. Strjúkið síðan niður að viðbeininu og þrýstið á holrýmið ofan við viðbeinið. Endurtakið hinum megin.
2. Setjið báða þumalfingur undir hökuna og nuddið endurtekið til hliðanna með hæfilegum þrýstingi.
3. Klípið varlega í báðar hliðar kjálkalínunnar með fingrunum frá 1 til 3 eins og sést á myndinni.
4. Setjið miðfingurna við munnvikin og nuddið varlega í hringi. 5. Nuddið svæði 1 varlega með fjórum fingrum með hringlaga hreyfingum og þrýstið svo létt á svæðið.
Endurtakið á svæðum 2 og 3.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.