Vörulýsing
Þessi tveggja þrepa elexir sameinar valdar olíur úr jurtaríkinu og ótrúlega mögnuð efni unnin úr hinu eðalfína Koishimaru-silki sem eru þekkt fyrir að vera öflug í baráttunni gegn ummerkjum öldrunar á húðinni. Með því að hrista saman þessi tvennskonar efni, olíurnar og kjarnaefnin úr silkinu, örvast jákvæð áhrif beggja á húðinni. Olíurnar mýkja húðina á meðan silkið baðar hana í rakagefandi efnum.Einstök samsetning efna sem veita húðinni virka aðstoð í baráttunni gegn ummerkjum öldrunar. Þessi öflugi elexir er svo sannarlega ljómaaukandi viðbót við daglega umhirðu húðarinnar.Berist á húðina eftir notkun SENSAI-rakavatnsins að morgni og/eða að kvöldi og undir rakakrem.
Hrista skal Dual Essence rólega þannig að innihaldsefnin blandist vel saman. Notið gjarnan lófana til að nudda því yfir allt andlitið. Einnig má blanda 1-2 dropum saman við SENSAI-rakakrem og bera þannig á andlitið. Sömuleiðis má gjarna nota Dual Essence á líkama og neglur til að laða fram silkigljáa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.