Vörulýsing
Silkimjúkt gel sem borið er á húðina með ryð- og nikkelfrírri andlitsrúllu sem rennt er mjúklega yfir augnsvæðið og ennið og hefur kælandi áhrif á húðina. Gelið inniheldur Total Eye Complex-blöndu sem endurglæðir húðina og gefur henni raka. Þegar fínar línur og hrukkur verða sýnilega sléttari birtir yfir augunum og þau fá að njóta sín.
Notkunarleiðbeiningar
Berið viðeigandi magn (1 pumpa fyrir bæði augu) á augnsvæði með sérstöku nuddaðferðinni við lok húðrútínunnar kvölds og morgna. Óhætt er að bera létt lag yfir farða á svæði sem eru sérstaklega þurr yfir daginn.
Ef augnkremið er borið aftur á yfir daginn skal nota hæfilegt magn (hálfa pumpu fyrir bæði augu) og bera varlega á neðri augnlok eða í augnkróka og klappa því mjúklega inn.