Vörulýsing
Þessi silkimjúka hreinsimjólk fer um húðina með róandi mýkt, líkt og strokið væri með silkiklút. Hún fjarlægir farða á mildan hátt og losar um olíukennd óhreinindi án þess að skilja eftir fitulag á húðinni. Varan inniheldur Koishimaru Silk Royal™ og blöndu plöntuolía sem vernda ysta lag húðarinnar í sameiningu. Útkoman verður mjúk, þétt og ljómandi húð. Njóttu þessa fyrsta skrefs í dásamlegri húðrútínu.
Án Parabena. Skuldbindingar okkar varðandi sjálfbærni
Þessi vara er hluti að verkefni SENSAI í tengslum við sjálfbæran lúxus, sem er leið SENSAI til að virða náttúruna og auðlindir hennar og stuðla að betri framtíð.
– Flaskan er úr endurunnu PET-plasti.
– Kassinn er úr FSC-vottuðu efni sem er að hluta til úr krömdum sykurreyr (bagasse) sem fellur til við ræktun sykurreyrs.
– Perilla-laufextrakt er unnið úr ilmríkum jurtum sem eru ræktaðar á býlum sem viðhafa endurvinnslu og endurnýtingu.
– Squalane er hreinsuð olía sem unnin er úr sykurreyr.
Notkunarleiðbeiningar
Setjið hæfilegt magn í bómullarskífu eða í lófann og dreifið varlega um allt andlitið. Þegar búið er að nudda vel og leysa upp farða og önnur óhreinindi skal strjúka vöruna varlega af með þurri pappírsþurrku eða bómullarskífu.