Vörulýsing
Kremkenndur og sérlega róandi meðhöndlunarmaski sem styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar með ofurfæðu á borð við reishi-svepp, hafþyrni og gerjaðan birkiátusvepp.
Eiginleikar blöndunnar:
Minnkar fljótt og vel sýnilegan roða, endurheimtir náttúrulegar varnir húðarinnar, gefur fljótt raka, róar og græðir.
Húðin fyllist vellíðan og verður hraustleg.
Sérlega virk húðnæring með blöndu úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum, plöntum og innihaldsefnum frá bæði jörðinni og hafinu, samhliða nýjustu vísindum og þekkingu.
Ofurfæða eins og sveppir innihalda mikið af næringarefnum og orku.
Sveppir hafa verið notaðir um aldir í hefðbundinni kínverskri læknisfræði.
Þessi kremkenndi meðhöndlunarmaski inniheldur reishi-sveppi, hafþyrni og gerjaðan birkiátusvepp og dregur fljótt úr sýnilegum roða og endurbyggir náttúrulegar varnir húðarinnar.
Nærir og róar viðkvæma húð.
Notkunarleiðbeiningar
Notið eftir þörfum. Berið ríkulega á hreina húðina . Látið bíða í 10 mín. Fjarlægið með þurrku.
Meira um Origins
Vörurnar frá Origins eru náttúrulegar og framleiddar án parabena, phthalates, propylene glycol, mineral olía, PABA, peetrolatum, parrafin og DEA
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.