Vörulýsing
Þetta silkimjúka hreinsikrem hentar þurrum og viðkvæmum húðgerðum og er auðgað okkar einstöku seramíðblöndu til að hjálpa til við að endurheimta og endurnýja verndarlag húðarinnar. Að auki inniheldur það róandi skvalín, bísabólól og forlífsvirk efni. Þessi 2-í-1 formúla hreinsar húðina varfærnislega og fjarlægir farða, án þess að skilja eftir þungar leifar, og kemur með 100% bómullarmúslínklúti til að hjálpa til við fjarlægingu.
Þetta er ekki þitt hefðbundna hreinsikrem. Ríkuleg lúxusáferðin, ásamt nærandi innihaldsefnum, skapar hreinsunarupplifun sem er sambærileg við mun dýrari formúlur.
Hvað er í formúlunni? Formúlan okkar er einstök vegna þess að hún inniheldur tilbúin seramíð sem eru stöðugri, betri fyrir náttúruna og geta veitt húðinni raka. Að auki líkja tilbúin seramíð betur eftir samsetningu náttúrulegra lípíða og náttúrulegri uppbyggingu húðarinnar samanborið við seramíð úr plöntum. Vörurnar búa einnig yfir öðrum húðbætandi og virkum innihaldsefnum á borð við aselaínsýru, sem er öflugt andoxunarefni og býr yfir hæfni til að bæta áferð húðarinnar, níasínamíði, sem jafnar húðtón, og glýserín til að hjálpa húðinni að halda raka.
Ilmlaus/Hentar viðkvæmri húð/Vegan/„Cruelty-free“.
Hvernig virkar formúlan?
SK-Influx® V MB-seramíðblanda með AP, NP og EOP: Endurheimtir virkni varnarlags húðarinnar og sýnt hefur verið fram á að blandan dragi verulega úr vökvatapi húðarinnar (TEWL), sem styður við viðgerð á efra lagi húðarinnar.
Skvalín: Hjálpar til við að koma í veg fyrir rakatap svo húðin virkar heilbrigð og rakafyllt.
Níasínamíð: Form af B3-vítamíni með rakagefandi eiginleika sem hjálpar til við að vernda varnarlag húðarinnar með því að styðja við framleiðslu hennar á seramíðum auk þess að draga raka í húðina og halda honum.
Bíólín: Forlífssykra sem styður við örveruverndarflóru húðarinnar. Með bíólíni batnar örveruflóra húðarinnar og dregið er úr berfrymigerlum.
Vegan, „cruelty-free“ og ilmefnalaust.
Bómullarmúslínklútur: Við unnum með breskum textílframleiðanda, sem er með sjálfbærni að leiðarljósi, til að búa til úrvals 100% bómullarmúslínklút. Vörur þeirra eru fyrst og fremst gerðar úr náttúrulegum trefjum, líkt og bómull, sem eru endurnýjanlegar og geta brotnað niður innan 6 mánaða.
Notkunarleiðbeiningar
Skref 1 í rútínu þinni – hreinsun. Ceramide Fix Cleansing Balm er hið fullkomna fyrsta skref í tvöfaldri hreinsunarrútínu. Við mælum með að fylgja eftir með sýruskífum okkar, allt eftir þínum húðþörfum. Ef húðin þín er yngri, en ert eða skemmd vegna ofnotkunar á virkum efnum, þá mælum við með að fylgja tvöföldu hreinsuninni þinni eftir með Ceramide Fix Serum 12%.
Ef húðin þín er þroskaðri og býr yfir fínum línum, hrukkum eða slöpp þá skaltu fylgja tvöföldu hreinsuninni þinni eftir með Hyaluronic Fix Extreme4 Serum 2% og endaðu með Ceramide Fix Overnight Repair Cream 12%. Nuddaðu hreinsikreminu varlega á þurrt andlit og háls, með eða án farða, sem fyrsta skrefið í rútínu þinni, kvölds eða morgna. Bleyttu upp í múslínklútnum með volgu vatni og nuddaðu yfir andlitið til að fjarlægja hreinsikremið, farða og óhreinindi. Skvettu vatni á andlitið til að fjarlægja allar leifar.
Ráð: Tilvalið er að nota Ceramide Fix-vörulínuna samhliða okkar rakagefandi Hyaluronic Fix Extreme4-vörulínu. Báðar hjálpa þær húðinni til að viðhalda raka: Ceramide fix með því að gera við varnarlag húðarinnar svo hún geti haldið raka betur og Hyaluronic Fix Extreme4 með því að veita húðinni aukinn raka og viðhalda honum. Seramíð hjálpa einnig til við að bæta þol húðarinnar fyrir virkum efnum, svo sem glýkól- og salisýlsýrum, með því að verja hana. Notaðu Ceramide Fix Cleansing Balm sem fyrsta skrefið í sýrubundinni rútínu ef húðin þín er viðkvæm eða þurr til að halda henni sefaðri og verndaðri.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.