Vörulýsing
Afar mildur olíuhreinsir sem djúphreinsar húðina auk þess að næra hana. Bræðir burtu farða og óhreinindi á áreinslulausan hátt.
Olíukenndur andlitshreinsir sem inniheldur meðal annars E-vítamín, möndluolíu og kvöldvorrósaolíu. Hentar sérlega vel fyrir þurra húð, húð í rakaskorti eða viðkvæma og erta húð. Þegar olían kemst í snertingu við vatn bráðnar hún og verður að mjólkurkenndu hreinsivatni. Má nota á augnsvæðið.
Notkunarleiðbeiningar
Nuddið mjúklega á þurra eða raka húð, bætið við smá vatni og þvoið svo af. Fylgið eftir með áframhaldandi hreinsirútínu. Hentar vel í tveggja þrepa hreinsun.
Um Mádara
Vörurnar frá Madara hafa Ecocert lífræna vottun og eru ekki prófaðar á dýrum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.