Vörulýsing
Maskari sem lætur augnhárin virðast þéttari, fyllri og lengri. Burstinn þekur hvert einasta augnhár og hámarkar þéttleika augnháranna. Augnhárin fá sterkan og dásamlega fallegan lit og mikla fyllingu. Inniheldur vítamínblöndu sem nærir og verndar augnhárin.
BrushComber Extreme-bursti með tveimur mismunandi hárum – sveigjanlegar trefjar sem dreifa frábærlega úr litnum og stinnar trefjar fullkomna notkun og solid trefjar sem aðskilja og aðgreina augnhárin – án þess að liturinn klessist. Hér er dekrað við augnhárin með fallegum litum og leiftrandi gljáa. Gerir augnhárin ótrúlega löng, sveigð og falleg. Ilmefnalaus.
Notkunarleiðbeiningar
Best er að bera á augnhárin öðrum megin fyrst og byggja upp þykkt og lengd að vild. Dýfðu svo burstanum í hylkið aftur og berðu á augnhárin hinum megin. Til að ýkja útlitið er hægt að undirbúa augnhárin með Lash Primer Plus áður en maskarinn er borinn á. Auðvelt að ná af með Estée Lauder long-wear farðahreinsinum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.