Vörulýsing
BB Shot Mask er einnota grímumaski sem gefur húðinni samstundis fallegri áferð. Hann er byggður upp úr sléttum sellulósatrefjum sem tryggja að virk innihaldsefni maskans fari hratt inn í húðina og veiti samstundis virkni. Maskinn inniheldur m.a. hvítt ginseng sem er þekkt fyrir öfluga virkni gegn fínum línum og litaójöfnum í húð.
BB Shot Mask skilar svipuðum árangri og serum en hann:
1. Þéttir húðina og gefur mikinn raka.
2. Sléttir áferð húðarinnar.
3. Gefur húðinni aukinn ljóma.
Um leið og maskinn er tekinn af sést að ójöfnur og litaójöfnuður í húðinni hefur minnkað. Húðin mýkist, verður þrýstnari og fær á sig fallega silkimjúka áferð. Forðist snertingu við augun. Prófað undir eftirliti húðlækna. Stíflar ekki húðholurnar.
Virk Innihaldsefni :
– Blanda úr hvítu ginsengi (e. White Ginseng Complex) : Veitir andoxun, sléttir úr hrukkum og fínum línum, dregur úr öldrunarmerkjum, gefur raka, styrkir varnarlag húðarinnar, verndar og róar húðina.
*Ginseng rótarseyði (e. Ginseng Root Extract) *Lakkrísrótarseyði (e. Licorice Root Extract)
*Villt Yamrótarseyði (e. Wild Yam Root Extract)
*Kigelia ávaxtaseyði (e. Kigelia Fruit Extract)
*Klóeftingsseyði (e. Horsetail Extract) – Glýserín (e. Glycerin) : Rakagefandi –
Títantvíoxíð (e. Titanium Dioxide) : UV sía
Hverjum hentar varan?
Hentar öllum húðtegundum.
Notkunarleiðbeiningar
Setjið léttan þrýsting á umbúðirnar áður en maskinn er opnaður til að dreifa vörunni jafnt yfir grímuna. Takið grímuna úr umbúðunum og leggið á hreint andlitið. Þrýstið létt á grímuna til að vinna vöruna betur inn í húðina.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.