Vörulýsing
Þetta milda en áhrifaríka gel hentar bæði á einstaka bletti og stærri útbrotasvæði og vinnur einnig gegn nýjum útbrotum. Formúlan er afar rakagefandi og róandi fyrir húðina.
Formúla sem inniheldur 2% salisýlsýru sem vinnur gegn bólum, svörtum og hvítum fílapenslum. Glýcól- og azelaínsýra leysa upp dauðar húðfrumur og umframolíu. Gel með lúxusáferð sem róar bólgur og roða með innihaldsefnum eins og grænu tei, bisabolol, sveppaþykkni og centella asiatica.
Áferð: Glær, klístrulaus, svalandi gel
Áferð eftir notkun: Mjúk, þétt og slétt húð
Helstu innihaldsefni:
- Salisýlsýra – Beta-hýdroxýsýra sem hjálpar til við að fjarlægja dauðar húðfrumur í svitaholum og dregur þannig úr stíflum. Hjálpar einnig við að byggja upp kollagen.
- Glýcolsýra – Náttúruleg sýra úr sykurreyr. Með litla sameindastærð sem kemst hratt inn í húðina og losar um dauðar húðfrumur, sléttir áferð og heldur svitaholum hreinum. Einnig gagnleg gegn öldrunareinkennum eins og fínum línum og dökkum blettum.
- Azelaic sýra – Náttúruleg tvíkolefna sýra sem finnst í korntegundum og myndast af gersvepp sem lifir á húðinni. Hún dregur úr bólgum, jafnar húðlit og vinnur gegn bólum með því að drepa bakteríur.
- Grænt te – Öflugt andoxunarefni ríkt af EGCG fjölefnum sem verndar gegn umhverfisskemmdum og róar húðina með bólgueyðandi eiginleikum.
- Bisabolol – Unnið úr kamilleplöntunni. Hefur róandi og bakteríudrepandi áhrif og hjálpar einnig öðrum innihaldsefnum að frásogast betur.
- Sveppaþykkni – Unnið úr snjóeyrasveppnum, sem bæði gefur mikla raka og verndar gegn sindurefnum. Eykur einnig náttúrulega andoxunarvörn húðarinnar.
Notkunarleiðbeiningar
Borið beint á bólusvæðið.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.