Vörulýsing
Fljótandi túss sem gefur hinn fullkomna, dramatíska „eyeliner“. Oddurinn er mjór sem auðveldar ásetningu. Kemur bæði í brúnu og svörtu og er liturinn djúpur og endist í 24 klst eftir að hann hefur þornað á húðinni. Ofnæmisprófaður og 100% ilmefnalaus.
Fullkominn bursti frá Clinique til að draga upp lýtalausa línu með einni afslappaðri stroku. Oddhvass nákvæmnisbursti sem er auðvelt að nota til að draga alveg beina línu, ýmist hárfína eða breiða. Endist í 24 klukkustundir án þess að klessast eða kámast. Prófað af augnlæknum. Ofnæmisprófað. Inniheldur engin ilmefni.
Notkunarleiðbeiningar
• Notaðu oddmjóa enda pennans til að draga granna línu • Notaðu flata enda pennans til að draga breiða línu. • Svona dregur þú upp skarpa línu: Horfðu í spegilinn og hallaðu höfðinu 10° aftur, það auðveldar þér að sjá augnháralínuna. Byrjaðu í ytri augnkróknum og dragðu línuna að miðju augnháralínunnar. Endurtaktu frá innri augnkróknum og tengdu við fyrstu línuna. • Hvernig á að teikna upp „kattaraugu“: Byrjaðu á því að draga upp skörpu línuna eins og lýst er hér að ofan. Teiknaðu fullkomna skálínu fyrir þín augu með því að draga stutta, fína línu í átt að ytra horni augabrúnarinnar.