Vörulýsing
Maskari sem sveigir og lyftir augnhárunum stamstundis um 50% og heldur þeim þannig í 24 tíma.
Lyftir án þess að teygja eða eða toga. Burstinn og formúlan vinna saman að því að lyfta, sveigja og lengja náttúruleg augnhárin þín og heldur þeim þannig næstu tímana. Augnhárabrettarinn ekki lengur nauðsynlegur. Þyngdarlaus gel formúlan heldur augnhárunum laufléttum þannig að þau síga ekki og augun virka stærri og bjartari.
Sveigður burstinn lyfir og formar. Innri sveigjan skóflar upp hverju augnhári á meðan ytri sveigjan mótar og þannig heldur lyftingunni.
Er vatnsvarinn, svita- raka- og tárheldur. Fer samt af með volgu vatni. Engin þörf á augnhárahreinsi.
Notkunarleiðbeiningar
Byrjið á bera maskarann á frá rótum og út og með því að nota innri sveigjuna. Endurtakið til að byggja upp. Fyrir hámarks áhrif, þrýstið ytri sveigjunni á burstanum augnablik að augnhárunum til að lyfta og sveigja þau.
Fjarlægið með volgu vatni með því að skvetta nokkrum sinnum á augu og þrýsta varlega.
Maskarinn rennur þá af. Eða bleytið bómullarskífu í volgu vatni ,þrýstið að augum og strjúkið burtu. Ekki ráðlagt að nota augnhárahreinsi.