Vörulýsing
Endurnýjandi húðmeðferð sem hönnuð er til að vinna gegn öldrunareinkennum og bæta áferð húðarinnar. BL+ Retinol Cream 0.3% inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra efna sem hraða endurnýjunarferli húðfrumna, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens og lágmarka sýnileika hrukkna, svitahola og misfellna.
Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX.
Með reglulegri notkun verður húðin sléttari og ljómameiri ásamt endurnýjaðri áferð. Ásýnd fínna lína og hrukkna minnkar.
Prófað af húðlæknum
Án ilmefna
Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
Hentar grænkerum
Hentar venjulegum, blönduðum og olíukenndum húðgerðum
Tilvalið fyrir þau sem eru að nota retínól í fyrsta sinn
Forðist notkun á meðgöngu
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS hleður húðina nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur heildarvirkni formúlunnar.
RETÍNÓL 0.3% mýkir fínar línur, bætir áferð og jafnar yfirbragð húðarinnar með því að hraða frumuendurnýjun.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu lítið magn í dropastærð á hreina húð að kvöldi til. Forðastu augnsvæðið.
Byrjaðu að nota formúluna einu sinni í viku, í tvær vikur í senn. Þar á eftir tvisvar sinnum í viku, í tvær vikur.
Þolist formúlan vel, skaltu nota hana á hverju kvöldi til að hraða frumuendurnýjun.
Fylgdu á eftir með rakakremi ef þarf.
Mikilvægt er að nota sólarvörn á daginn þar sem retínól eykur ljósnæmi.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.