Ég skil manna best þörfina fyrir það að blása, krulla og slétta hárið, enda jafnast fátt á við nýþvegið og fallega mótað hár. Hitinn getur aftur á móti skaðað á okkur hárið og ef þú ert ein af þeim sem er alltaf að safna en ekkert gerist þá er hitavörnin klárlega besti vinur þinn. Því ef þú pælir í því, þá er sléttujárnið þitt nógu heitt til þess að geta eldað matinn þinn, svo hitavörn er svo sannarlega nauðsynleg til þess að vernda það gegn skaða.
Hvað getur gerst ef þú verndar hárið ekki gegn hita:
- Hárliturinn þinn getur fölnað eða breyst. T.d. getur ljóst hár orðið fyrr gult eða líflaust.
- Keratínið sem er uppbyggingarprótein hársins getur brotnað niður.
- Verndarhjúpur hársins veikist svo það er líklegra til að brotna.
- Með hita þá rýkur rakinn úr hárinu sem getur valdið því að endarnir splittast.
Hvað gerir hitavörnin:
Hitavörnin myndar verndarfilmu yfir hárið þitt sem verndar það gegn hitanum á sama tíma og það heldur raka betur inn í hárinu svo hann gufi ekki upp í snertingu við hitann. Hitavörnin dreifir hitanum einnig jafnar yfir hárið sem þýðir að það hitnar hægar og fær ekki sjokk um leið og sléttujárnið rennir yfir það.
Hairburst Volume & Growth Elixir
Við vorum einstaklega heppin að fá HairBurst Volume & Growth Elixir í Tímalausa Beautyboxið okkar en Hairburst vörurnar eru vel þekktar fyrir að auka heilbrigði, þéttleika, styrkleika og sídd hársins. Margir kannast við HairBurst hárvítamínin en sjampóið, hárnæringin og hitaspreyið frá þeim eru líka æðislegar vörur, og lyktin er dásamleg.
Volume & Growth Elixirinn er fjölvirkt sprey sem er hægt að spreyja í blautt eða þurrt hár. Það er sérstaklega hannað til að gefa hárinu fyllingu, draga úr hárlosi og vernda hárið gegn útfjólubláum geislum, hita og mengun. Formúlan er blanda af náttúrulegum virkum efnum svo sem baunaspírum og netlum sem draga úr hárlosi og auka hárvöxt og þéttleika. Formúlan inniheldur einnig próvítamín B5 og vatnsrofin hveitiprótein sem hjálpa hárinu að halda raka og gefa því fyllingu. Síðast en ekki síst þá er UV vörn í formúlunni sem verndar hárið gegn sólarskemmdum og hjálpar til við að koma í veg fyrir að hárliturinn fölni.
Það sem okkur líkar einnig við hana er að er að hún er ekki þessi týpíska hitavörn sem gerir hárið rennislétt og flatt heldur gefur hún hárinu smá áferð sem gerir það þykkara og smá stamt. Hairburst vörurnar fá top einkunn frá okkur.